25.8.2010 | 19:52
Kolrangt lögfræðiálit.
Órólega deildin í VG og ýmsir aðrir belgja sig nú út vegna lögfræðiálits um Icesave málið. Þar er staðhæft að ríkinu beri ekki að greiða neitt vegna Icesaveskuldbindingana vegna þess að ekkert slíkt hafi komið fram þegar tryggingasjóður innistæðueigenda var innleiddur á sínum tíma. Þetta er nú meiri spekin. Icesavemálið hefur aldrei snúist um þetta. Það snýst einfaldlega um mismunun. Neyðarlögin tryggðu innistæðueigendum útibús Landsbankans í Hafnarfirði svo dæmi sé tekið, að þeir fengju bankainnistæður sínar að fullu greiddar en innistæðueigendur í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi fengu ekki sömu tryggingar. Um þeta snýst þetta mál. Mismunun sem þarf að leiðrétta með samningum um Icesave.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl; Þórdís Bára !
Fyrir það fyrsta; voru það einka braskararnir - ekki ríkið; sem nörruðu innlenda sem og útlenda reikninga hafa, til sukksins í Landsbankanum, innan lands, sem utan. Hvers; ættum við að gjalda, sem ekkert höfðum með stjórnun Landsbankans að gera - hvað þá, að vera í nokkrum viðskiptum við hann, á þessum árum ?
Er ekki Breta; sem og Hollendinga, að rukka þá Björgólf eldri - sem yngri, auk þeirra Halldórs J. Kristjánssonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar, fremur ?
Hverjir; enn ganga lausir - allir, sem einn.
Svo; þessi gerfi rök þín, halda ekki, Þórdís Bára.
Og annað; hvenær, sérð þú fyrir þér, að Brezku og Hollensku nýlendu seggirnir, fari að bæta gömlum nýlendum þeirra, víðs vegar um heim, allt það tjón - sem gripdeildir, sem þeir voru valdir að, á sínum tíma ?
Reyndu; að ná lágmarks jarðsambandi, Þórdís mín.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:37
Þetta er kjaftæði hjá þér,það var engin mismunun. Icesave var hávaxtareikningur og þeir Íslendingar sem voru með peninga sína á hávaxtareikningum hér innanlands hjá Landsbankanum töpuðu öllu sínu.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:54
Sæll Óskar.
Þú svarar eins og þrælæfður pólítíkus og ferð í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut. Þú minnist ekki einu orði á mismunina sem íslensk stjórnvöld setti á með neyðarlögunum.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.8.2010 kl. 21:02
Sæll Árni. Þetta er ekki rétt hjá þér. Allar íslenskar bankainnistæður voru tryggðar á Íslandi en ekki í Bretlandi og Hollandi. Við erum ekki hér að tala um peningamarkaðssjóði eða neitt slíkt sem ekki eru innistæður á bankareikningi.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.8.2010 kl. 21:05
Komið þið sæl; á ný !
Um leið; og ég vil taka undir, með Árna Karli, mótmæli ég harðlega Þórdís Bára, að ég fari kringum hlutina. Hefi ekki; gert það hingað til, og hyggst ei taka upp á þeim fjanda, núna, kona góð.
Hvernig dettur þér í hug; að maður muni öll andskotans atriðin, sem fram komu, þetta skelfilega haust; 2008 ?
Og það; í stuttum andsvörum, hér á vef fjandanum !
Með; kveðjum undrunar - sem gremju, að þessu sinni / hinum beztu, til fornvinar míns, Árna Karls !
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.