Þingræði á Íslandi.

70% réttkjörinna þingmanna þjóðarinnar samþykktu Icesave samningana eftir 2ja ára undirbúning.  Hvað þarf forsetinn meira til að staðfesta þessi lög. Þetta eru atvinnustjórnmálamenn sem legið hafa yfir þessum málum svo mánuðum skiptir og niðurstaðan er algjörlega afdráttarlaus. 

Svo koma Hallur Hallsson og fleiri á síðustu stundu og fá þúsund manns á klukkutíma til að skrá sig og vilja þjóðaratkvæðagreiðslu.  Á þessi uppákoma virkilega að ráða ferðinni.  Allir vita að undirskriftarsöfnunin stenst ekki skoðun.  Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk sitji með þjóðskrána í fanginu og skrái fólk á listann eins og það langar til. 

Auðvitað gerir engin ráð fyrir að fólk sé almennt óheiðarlegt og stundi sííka iðju þó að hún sé möguleg. Aðalatriðið er að það skiptir einfaldlega engu máli hvort fólk er heiðarlegt eða ekki. Það er algjörlega fráleitt að forsetinn geti tekið ákvarðanir sem byggjast á undirskriftasöfnun sem ekki stenst skoðun. Svo einfalt er það.

 

 


mbl.is Framsóknarkonur vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fyrsta lagi er þetta öruggasta undirskriftasöfnun sem framkvæmd hefur verið á Íslandi hingað til. Það er fylgst með IP tölum á bak við skráningar, nöfnin eru keyrð saman við þjóðskrá til að sigta út Bart Simpson og félaga, það er hringt í slembiúrtak (100 duga ágætlega ef þú þarft bara grófa mynd) og forsetaembættið fær öll frumgögn afhent og getur kannað áreiðanleikann sjálfstætt eins og forsetanum sýnist. Sé þessi undirskriftasöfnun vafasöm þá eru orkuaudlind.is og undirskriftasöfnun Indefence algjörlega marklausar. Raunar vildi margt af því fólki sem nú gagnrýnir undirskriftasöfnunina einmitt meina að undirskriftasöfnun Indefence væri marklaus.

Í öðru lagi var meirihluti þessara 44 atvinnustjórnmálamanna tilbúinn að samþykkja Icesave I ólesinn.

Í þriðja lagi hefur verið gerð skoðanakönnun sem sýnir að 62% landsmanna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Undirskriftasöfnunin undirstrikar að viljinn er einbeittur en hún er ekki það eina sem sýnir fram á meirilutaviljann í málinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Hans

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Allir sem eitthvað hafa komið nálægt vinnu við úrtök  vita að þetta 100 manna úrtak sem hringt var í er fáránlegt og í engum takti við það sem tíðkast.

Til viðbótar sýndi niðurstöður þessa agnarsmáa úrtaks að óheiðarlegum vinnubrögðum hafði verið beitt. Þar voru nöfn fólks sem ekki hafði skráð sig.

Það þarf ekki meira. Auðvitað getur forseti Íslands ekki tekið neina ákvörðun sem byggist á undirskriftasöfnu sem ekki stenst skoðun, Það þarf ekki einu sinni að ræða það.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.2.2011 kl. 19:55

3 identicon

Hversu stórt úrtak er boðlegt fer eftir því hve há vikmörkin mega vera. Ef ætlunin er aðeins að athuga hvort fölsuðum undirskriftum hafi verið dælt inn dugar 100 þótt nákvæmari mynd af umfanginu hefði fengist með stærra úrtaki.Ekki er nauðsynlegt að hafa unnið við kannanir til að vita þetta. Það dugar að kunna undirstöðuatriðin í tölfræði og líkindareikningi.

Í öllum stærri undirskriftasöfnunum má finna dæmi um að fólk sé skráð ranglega. Þá hljóta allar stærri undirskriftasafnanir að vera ógildar.

Forsetinn hefur ekki undirskriftasöfnunina eina til að styðjast við heldur líka skoðanakönnun MMR, nauman mun þegar greidd voru atkvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu á þingi, ályktanir hópa og félaga o.s.frv. Það er væntanlega summan af þessu öllu saman sem forsetinn lítur til. Undirskriftasöfnunin er mælikvarði á eindrægni viljans fremur en umfang hans og því verður ekki mælt í mót að meirihluti undirskriftanna er ekta.

Hvers vegna eru sumir annars að leggja sig svona mikið fram við að streitast gegn kröfum um þjóðaratkvæðagreiðslu á meðan að þeir halda því fram að andstaðan sé tóm sjónhverfing? Ef þeir trúa því þá ætti atkvæðagreiðslan ekki að vera þeim mikið áhyggjuefni.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 20:31

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Auðvitað var hægt að standa miklu betur að undirskriftasöfnuninni en það var ekki gert. það er ekki boðlegt að ætlast til að forsetinn byggi átit sitt á undirskriftum sem engin vissa er fyrir að séu réttar

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.2.2011 kl. 22:07

5 identicon

Réttkjörnir þingmenn endurspegla vilja þjóðarinnar.Eða gerðu það þegar þeir voru kosnir á þing.En þá voru aðrir tímar .Ef þú segir að 70% þjóðarinnar séu samþykkir ICESAVE samningnum er einfaldlega hægt að skera úr því með þjóðaratkvæðisgreiðslu.Við hvað eru menn hræddir.Kosnaðinn?Ekkert meiri heldur en að kjósa til stjórnlagaþings þó kosningaþáttakan yrði kannski ívið meiri.Gerðu þér grein fyrir að 93,2% kusu gegn síðasta samningi þó hann hafi verið samþykktur af meirihluta þingmanna"fulltrúa þjóðarinnar".Segir það ekki eitthvað.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband