Hvers vegna Áfram?


Það er ótrúlegt hvað það er búið að flækja þetta Icesave mál. Þetta er ekkert vandamál það eru nægir fjármunir í gamla bankanum til að borga forgangskröfurnar. Icesaveskuldin í heild sinni eru 1100 milljarðar kr.Þar af eru 700 milljarðar sem eru til í peningum í erlendri mynnt í bankanum,án nokkurrar gengisáhættu. Eftir standa þá 400 milljarðar og skv nýjustu upplýsingum eru örugg skuldabréf í gamla bankanum til að greiða a.m.k.þá fjárhæð.
 
Af varkárnisástæðum sagði samninganefndin að við gætum þurft að borga 30 milljarða en í raun er staðan sú að við þurfum ekki að borga neitt.Því liggur í augum uppi að við segjum auðvitað já þann 9. apríl. Ef við segjum nei getum við lent í málaferlum þar sem við gætum verið krafin um miklu hærri fjárhæðir. T.d gæti það verið að við þyrftum að borga allar innistæðurnar sem töpuðust í Bretlandi og Hollandi eins og við gerðum með innistæður Landsbankans hér heima.
 
Ef málið fer fyrir dóm gæti hann fallið á þann veg að við yrðum að gæta jafnræðis á milla allra útibúa bankans hvar sem þau eru. Guð hjálpi okkur þá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl; Þórdís Bára, jafnan !

Öngvan skyldi undra; þó farin séu, að hríslast um ykkur ''Áfram'' fólkið, óþægindi nokkur.

Þeir; Björgólfur eldri (og sonur), hljóta að glotta í kampinn, verandi í skjóli ykkar ''Áfram'' hópsins aumkunnarverða, ágæta frú.

Hafið þið nokkuð; innt þá feðga þess, hvort þeir séu dárar slíkir, að ætla samlöndum sínum, sem hvergi komu við sögu, hinnar illræmdu svika myllu þeirra, að;; virkilega, taka á sig, skulbindingar þær, sem þeim sjálfum ber að standa við erlendis, Þórdís mín ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband