Hvers á Framsókn að gjalda.

Við sem erum eldri en tvævetur og höfum þekkt Framsóknarflokkinn lengi vita að almennt eru Famsóknarmenn frjálslyndir og tilbúnir að vinna með öðrum. Enda var uppskeran samkvæmt því og lengi vel var Framsóknarflokkurinn 25% flokkur.

Á síðustu árum hefur allt breyst hjá Framsóknarflokknum hafa ungir menn með öfgafullar skoðanir tekið völdin um stund.  Enda hefur fylgið hrunið af flokknum og mælist nú með 10 - 15 % fylgi þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu.

Nú berast þær fréttir að nýr liðsmaður hafi bæst í hópinn og segist núna vera kominn heim til hinna ungu öfgamanna sem eru í forystu flokksins í dag.

En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.  Þetta verður vonandi til að þjappa frjálslyndum Framsóknarmönnum saman og efla þá. Kannski er komið tækifærið sem Guðmundur Steingrímsson á að nýta sér til fulls.

Flokkurinn hefur nú 2 þingmenn í norðvestur kjördæmi og verður fróðlegt að fylgjast með slagsmálum Gunnars Braga og Ásmundar þegar þar að kemur í næstu þingkosningum.  Þarna liggur tækifæri Guðmundar Steingrímssonar sem getur fært hann til forystu og um leið bjargað þessum gamla góða flokki úr klóm öfgamanna.


mbl.is „Má segja að ég sé kominn heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband