Bjarni skýtur sig í fótinn.

Ekki á af Bjarna Ben að ganga. Nú lætur hann öfgamenn í Sjálfstæðisflokknum pína sig til að gefa út yfirlýsingu um það að draga eigi umsóknina um aðild að ESB til baka. 

Hvað er eiginlega að gerast í Sjálfstæðisflokknum sem fram að þessu hefur talið sig vera flokk frjálsrar verslunnar til að tryggja hagsæld þjóðarinnar.

Alveg ljóst er að þessi furðulega ákvörðun mun draga verulega úr fylgi hjá Sjálfsæðisflokknum því þessi ákvörðun er í andstöðu við hagsmuni atvinnulífsins og hagsmuni fólksins sem á heimtingu á að fá vörur á sama verði og Evrópubúar og eðlilega vexti af húsnæðislánum svo dæmi sé tekið.

Niðurstöður skoðanakannana sem nú eru að birtast eru algjörlega marklausar því fólk er enn ómeðvitað hve gífurlegar breytingar eiga eftir að verða á verðlagi, vöxtum og öllum viðskiptakjörum við inngöngu í ESB.

Þegar það kemur fram innan tíðar verður erfitt fyrir Bjarna að sætta sig við að hafa tekið kolranga ákvörðun bæði fyrir flokkinn og fólkið í landinu. ákvörðun.


mbl.is Sakar Bjarna um að kaupa sér formannsstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað eru Sjáfstæðismenn að hugsa? Hafa kraftlausann Formann áfram? Mann sem hugsar eingöngu um sjálfan sig?Bjarni Ben er ekki Stjónmálamaður...

Vilhjálmur Stefánsson, 15.8.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Þórdís

Þú ættir að kynna þér málið, áður en þú heldur fram svona vitleysu. Vöruverð er 30-60% hærra í Danmörku, en Þýskalandi. Það má alveg eins búast við að vöruverð hækki talsvert við inngöngu í ESB. Afturámóti er ég þer algerlega sammála um helv.. verðtrygginguna. sem er ekki annað en þjófnaður. Gengismunur myndi þo sennilega gera útslagið um fjárhag og eignir Islendinga.

Semsagt vonlaust mál. Þýska stórríkið tæki hér allt yfir. það er kannske það sem þú ert að vonast eftir.

Björn Emilsson, 17.8.2011 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband