30.6.2012 | 00:10
Ólafur sýndi sitt rétta andlit.
Átakanlegt var að hlusta á Ólaf Ragnar í umræðunum í kvöld þegar hann gerðist svo lítill kall að ráðast á Þóru Arnþórsdóttur vegna framlaga í koningasjóð hennar. Engin hefur borið brigður á að Þóra hafi ekki farið nákvæmlega eftir þeim lögum sem um þetta gilda.
Sérstaklega er þetta sláandi þegar haft er í huga að hann sjálfur eyddi 98 milljónum króna árið 1996 eða sjö sinnum hærri upphæð en Þóra hefur notað í sína kosningabaráttu.
Þetta er ekkert nýtt hjá Ólafi Ragnari. Hann virðist eiga mjög erfitt með að vera heiðarlegur. Hann getur ekki einu sinni sagt satt um það hvort hann ætli að hætta eða halda áfram að vera forseti.
Vill fólk virkilega hafa slíkan mann sem forseta.
Hann notar hvert tækifæri sem hann getur til þess að minna á hvað Alþingi Íslendinga sætir mikilli gagnrýni um þessar mundir.
Í umræðunni í kvöld sagði hann að 90% þjóðarinnar væru á móti Alþingi.
Markmiðið með þessu tali er augljóst. Hann er að reyna að koma því þannig fyrir að vald forsetans aukist og hreinlega að forsetinn komist til valda á Íslandi.
Þetta getur virst fjarstæðukennt en þegar betur er að gáð þá er þetta bara framhald á því hvernig hann er nú þegar búinn að breyta forsetaembættinu eftir geðþótta sínum.
Með hliðsjón af þessu finnst mér að menn ættu að hugsa sig alvarlega um áður en þeir gefa þessum manni atkvæði sitt á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
...Samfylkingunni misheppnast þetta eins og allt annað sem hún reynir að gera,henni tekst ekki að koma Trójuhestinum inn á Bessastaði,það kjósa allir sem eru ekki veruleikafirrtir Ólaf Ragnar...!
Kristján (IP-tala skráð) 30.6.2012 kl. 10:59
Verði ykkur að góðu Kristján.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.6.2012 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.