24.2.2013 | 21:59
Sjálfstæðisflokkurinn málar sig út í horn.
Með því að ákveða á landsfundinum að slíta viðræðunum við ESB er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að setja sig í einangrun í íslenskum stjórnmálum.
Kjósendur munu ekki láta bjóða sér svona öfgastefnu. Flokkurinn sýndi nú fjandsamlegt viðmót til almennings í þessu landi með því að ákveða að ekki væri hægt að treysta því til að ákveða sjálft hvort það vill ganga í ESB eða ekki þegar samningar liggja fyrir.
Fylgi flokksins hlýtur að stórminnka við þessa fjandsamlegu ákvörðun. Einnig er vandséð hverjir geta verið bandamenn Sjálfstæðisflokksins eftir þetta.
Eini flokkurinn sem gæti hugsanlega unnið með þeim er Framsóknarflokkurin.
Augljóst er að Framsóknarflokkurinn hefur yfirburðastöðu í þeim viðskiptum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.