Ofsahræðsla Morgunblaðsins.

Við lestur Reykjavíkurbréfins í dag kemur fram hvað Morgunblaðið er hrætt við að Sjálftæðisflokkurinn myndi stjórn með Samfylkingunni. Ekki verður betur séð en að þessi hræðsla beinist einkum að formanni Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.  Með því að mynda stjórn með Samfylkingunni er verið að auka vegsemd Ingibjargar og skv. Morgunblaðinu mun það hafa hræðilegar afleiðingar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Blaðið segir t.d. að hætta sé á því að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna í tvennt á miðju kjörtímabili vegna innbyrðis deilna í flokknum um Evrópumálin og sjálfstæðismenn eigi enga vini lengur því þeir móðguðu framsóknarmenn og þess vegna standi sjálfstæðismenn nú eingangraðir í tilverunni.  Er þetta virkilega hægt.  Ég hélt að sjálfstæðismenn væru meiri bógar en þetta.  Ekki verður annað séð á skrifum Morgunblaðsins en að það vilji miklu frekar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vonlaust stjórnarsamstarf í stað þess að koma upp sterkri ríkisstjórn því bara með því móti væri hægt að koma í veg fyrir vegsemd Ingibjargar Sólrúnar. 

Er ekki komin tími til að blað allra landsmanna taki sig á og hætti þessu volæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband