28.5.2007 | 15:23
Í hádegisviðtalinu á Stöð 2
í dag var Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra í viðtali hjá Sólveigu Bergman fréttamanni. Gott viðtal. Spurningarnar hnitmiðaðar og svörin málefnaleg. Jóhanna virtist svo full af orku og framkvæmdagleði að maður bara hreifst með. Svo spurði Sólveig hvort Jóhanna hefði ekki áhyggjur af skorti á fjármagni í allar félagslegu umbæturnar, og minnti á að það væru sjálfstæðismenn sem héldu um ríkisbudduna. Ekki var laust við að hrifnæmnin dalaði aðeins hjá undirritaðri við að vera minnt á þessa staðreynd en Jóhanna bar sig karlmannlega og sagðist hafa ramma til að styðjast við sem væri málefnasamningurinn. Jóhanna verður harðari af sér í baráttunni um fjármagnið en forverar hennar í málaflokknum, því trúi ég að minnsta kosti, ennþá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er æði, sjálfri sér samkvæm og berst ávalt baráttu þeirra sem minna mega sín, hún gerir sko fleiri enn eitt góðverk á dag, þessi kona. Ber mikla virðingu fyrir henni.
Linda, 29.5.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.