Þáttastjórnendur á

Bylgjunni eru með þema. þar sem hlustendum býðst að hringja inn með hrós eða löst dagsins. Ég tek mér hér með bessaleyfi til þess að nota þetta þema hér og nú.  Hrósið fær Geir forsætisráðherra fyrir að fara í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni þvert á vilja þungaviktarmanna í Sjálfstæðisflokknum.  Get samt ekki setið á mér og sagt að það hefði verið enn flottara hjá honum hefði hann skipt um ráðherra í dómsmála-og fjármálaráðuneytinu.  Það hefði verið betra fyrir þjóðarhag held ég.  Ég er nær viss um að hann langaði til þess. Ráðherrar þessara ráðuneyta eru búnir að vera nógu lengi við stjórnina, allt of lengi, 8 ár er nóg.

Flott viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu í Blaðinu í dag og gaman að lesa viðtalið við Garðar Cortes. Áhyggjulaus og skemmtileg lesning.  

Ekki var eins gaman að lesa ljóðið eftir ,,Sjón" í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Ljóðið heitir  ,,tilraun til endurlífgunar Dúu Khalil Aswad" um 17 ára stúlku sem var grýtt til bana í Írak í síðasta mánuði. Sök hennar var sú að hún varð ástfangin af jafnaldra sínum sem var af öðrum trúarflokki en hún.  Ættingjar hennar áttu frumkvæðið af athæfinu, sem var gerð í guðs nafni. Lögreglan horfði aðgerðarlaus á. Ljóðið er snilld, snertir mann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Tek undir með þér með ,,tilraun til endurlífgunar Dúu Khalil Aswad" 

Snertir mann sárt.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 27.5.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband