Hver er tilgangurinn.

Segi nú bara eins og síðast þegar ég bloggaði.  Hver var tilgangurinn?  Höfundurinn háheilagur í framan í viðtali.  Steinhissa að einhver skyldi móðgast út af auglýsingunni sem minnti mjög á síðustu kvöldmáltíðina úr Biblíusögunum.  Ég ætla nú að leyfa mér að fullyrða, nærri því a.m.k. að tilgangurinn hjá honum hafi verið gróðasjónarmið fyrir umbjóðendur hans og ekkert annað og ætla líka að fullyrða að höfundurinn hafi alveg vitað hvað hann var að gera.  En kannski hef ég ekki rétt fyrir mér.  Segi bara svona Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

ég sá þessa auglýsingu í fyrsta skiptið í gærkveldi og mér var gjörsamlega misboðið. Veit fólk ekki lengur hvað Guðlast er?  Enn, þetta er samt sem áður lýðræðisland með  öll því góða og ekki svo góða sem fylgir því að geta tjáð sig frjálst án þess að þurfa óttast um líf sitt.  

Linda, 4.9.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þessi auglýsing er til skammar og ætti Síminn hf. að sjá sóma sinn í að hætta að láta birta hana.  Það er í raun ekki við höfundinn að sakast heldur er það Síminn hf sem lætur birta þetta og enginn auglýsing er birt nema sá aðili sem lætur gera viðkomandi auglýsingu sé búinn að samþykkja hana.  Hins vegar finnst mér að höfundurinn hafi lagst ansi lágt með þessu verki sínu.  

Jakob Falur Kristinsson, 4.9.2007 kl. 17:22

3 Smámynd: Púkinn

Gróðasjónarmið?  Púkinn ætlar nú að leyfa sér að stærsta hlutann af sögu kirkjunnar hafi gróðasjónarmið verið eitt stærsta aflið sem réð ferð hennar, þannig að svona gagnrýni virkar nú dálítið innantóm.

Auglýsingin er hönnuð til að vekja athygli og umtal, sem hún gerir.  Ef eitthvað hafa viðbrögð biskupsins bara aukið athyglina sem auglýsingin vekur.

Púkinn, 4.9.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Linda

Ég er nú búin að horfa á þessa auglýsingum síðan ég skrifaði fyrst, nokkrum sinnum, og þó að ég sé ekki sammála því að nota svona aðferðir til þess að selja hluti, þá sé ég að þetta er afskaplega vel gerð auglýsing enn ég sé ekki húmorinn í henni sem aðrir gera. Oh well.  Er þessi augl. Guðlast?  Ég er ekki svo viss. Hún er sjálfsagt á mörkunum.  þannig er það nú bara.  Góðar stundir.

Linda, 5.9.2007 kl. 13:06

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eftir á að hyggja verð ég að viðurkenna að ég skil biskupsembætisstofu... þegar hún gaf út þessa yfirlýsingu.. Þeir eru nefnilega ekki að hneiksla sig yfir gríni auglýsingarinnar heldur að boðskapur nýjatestamentsins sé notaður til að selja síma. eða varning yfirleitt..

Ég skil þá mjög vel því ég  verð alltaf jafn innilega pirraður ef t.d góð tónlist sem er mé hugleikin og er tekin og eyðilögð af rappara .... eða t.d þegar ég heyrði lög beatowen einhvern tíman í landsbanka auglýsingu varð ég hundpirraður. það er prestur sem bloggar hér sem sagði til dæmis að bío myndin life of brian hafi verið mjög fyndin og engin hafi sett sig upp gegn henni.

Hitt er að prestar ættu að hafa sig hægan.. því með auknu umtali um þenann síma þá eru biskupsembæti að selja síman betur og beut með því að auglýsa hann. 

Brynjar Jóhannsson, 9.9.2007 kl. 11:26

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er alveg sammála Brynjari í þessu.

Ég hef alls ekkert á móti góðlátlegu gríni um trúmál eða kirkjunnar menn. 

En mér finnst þetta smekkleysa - fullkomlega ónauðsynlegt að ögra því sem mörgum er heilagt ... til þess eins að selja gsm síma.  

Hvað næst, hvar setjum við mörkin, eða höfum við engin mörk. Verður það María mey í næstu auglýsingu á bleiku bikini með ipod i eyrunum og logo Símans tattoverað á rassinn á sér.

Marta B Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband