Velferðarkerfið.

Heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er skýrasta dæmið um hvernig frjálshyggjan, kapítalisminn virkar í raun.  Það er þess vegna sem mér er það hulin ráðgáta hversu mikið sú vonlausa hugmyndafræði höfðar til margra Íslendinga og að enn einu sinni skuli Sjálfstæðisflokkurinn fá nægjanlegt fylgi til að vera við stjórnvölinn þrátt fyrir að á síðasta kjörtímabili hefur fólk þurft að að greiða beint till heilbrigðiskerfisins sífellt stærri hluta af kostnaði þeirra.  Fyrir nokkrum árum þurfti fólk ekki að borga neitt fyrir heilbrigðisþjónustuna hún var greidd alfarið með sköttum landsmanna en nú er staðan sú að skattbyrðin hefur aukist á lægri laun og til viðbótar borgar fólkið 15 til 20 % af kostnaðinum við heilbrigiskerfið beint úr eigin vasa. Það segir sig sjálft að ef áfram er haldið á sömu braut mun það áður en lang um líður leggja velferðarkerfið í rúst. 


mbl.is Clinton setur fram hugmyndir að samræmdu heilbrigðistryggingakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svo eru hlutir sem hægri menn ættu að íhuga... Í raun græða öll fyrirtæki að velferðarmál eins og Heimilisgeirin,dagvistun og mentamál séu í góðum farvegi... Því það minkar ákveðið álag af atvinnurekandanum ef t.d barnaheimili séu fullmönnuð með góðum starfsmönnum og að úrvalsstarfskraftur fá rétta og góða ummönnun ef hann veikist. Ef systir er að bróðir einhvers í sem vinnur hjá fyrirtækinu er ekki andlega heill er betra að hann sé þar sem hann valdi ekki samfélaginu né sjálfum sér skaða (sambýlum) og er ég sannviss að það myndi minka kvaðir starfskraftin og betra hann um leið. Við megum ekki falla í þá grifju að skera of niður velferðarkerfið því Mannsaflið sem er þar skilar sér oftast aftur út í samfélagið..  ÖLLUM TILL HEILLA og þar á meðal atvinnurekendum..

Brynjar Jóhannsson, 20.9.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Linda

Ég veit ekki hvers vegna fólk áttar sig ekki á þessu, kannski er þjóðin bara orðin almennt svo rík að fátæktin er ekki lengur í minningunni eða þeir sem minna mega sín.  Maður þarf víst að upplifa það að vera án trygginga til þess að skilja það að fullu hversu mikilvægt íslenska tryggingakerfið er.  Þeir sem sækja eftir því að gera Íslenska heilb. kerfið líkt því sem gerist og gengur í BNA eru einfaldlega ekki átta sig á bölini sem fylgir þeirri hugsjón.

Linda, 20.9.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Flott Þórdís Bára. Við félagsráðgjafar, sem þekkjum til raunverulegra aðstæðna fólks sem veikist, þurfum að láta í okkur heyra. Nógu slæmt er það í dag á Íslandi að missa heilsuna svo við færumst ekki enn nær ameríska velferðarkerfinu. Vonandi mun mitt fólk í ríkisstjórn standa í lappirnar, öfugt við Framsókn eins og Steingrímur Hermannsson sagði hjá Evu Maríu í gærkvöldi. Merkilegt viðtal þar sem hann m.a. minntist á ameríska velferðarkerfið og tugi milljóna án trygginga.

Björk Vilhelmsdóttir, 24.9.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband