23.12.2007 | 16:02
Spilling við skipan héraðsdómara á norðurlandi.
Núna rétt fyrir jólin hafa landsmenn orðið vitni að alvarlegri spillingu af hálfu sjálfstæðismanna.
Árni Mathiesen hefur skipað son Davíðs Oddssonar í stöðu héraðsdómara þrátt fyrir að honum hafi verið raðað í flokk nr 3 þegar metin var hæfni umsækjenda. Gengið var freklega framhjá mun hæfari umsækjendum sem matsnefndin taldi mjög hæfa til starfsins.
Þetta væri útaf fyrir sig álitamál ef álitsnefndin væri skipuð af einhverjum viðvaningum. En það er alls ekki raunin eins og sjálfstæðismenn vita manna best. Formaður nefndarinnar sem stóð að baki hæfnismatinu er engin annar en Pétur Hafstein sem engum dettur í hug að væna um óvönduð vinnubrögð. Þvert á móti er hér um að ræða einn vandaðasta lögmann landsins og fyrrverandi hæstaréttadómara sem auðvitað tók tillit til allra atriða sem máli skipta þ.m.t. þá þekkingu sem viðkomandi aðili hafði aflað sér með störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu.
Niðurstaðan er því sú að hér er um hreinræktaða spillingu að ræða sem ömurlegt er að verða vitni að.
Samfylkingin hlýtur að taka þetta mál upp í ríkisstjórninni en spilling af þessu tagi getur hæglega slitið stjórnarsamstarfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bestu jólakveðjur!
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.12.2007 kl. 15:43
Vil bara óska þér gleðilegs árs og þakka fyrir skemmtileg bloggsamskipti á árinu.
Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.