Kryddsíldin.

Ekki verður það af Guðna skafið að hann getur verið mjög fyndinn. Hann sagði að hann hefði verið öskubuska Framsóknarflokksins og  þegar til kastanna kom þá passaði gullskórinn bara á hann og því sæti hann nú sem virðuleg maddamma og formaður Framsóknarflokksins.  Það er hins vegar spurning hvort þessi góði húmor Guðna dugi honum til að hann haldi formannsembættinu til lengdar. 

Annað sem mér fannst standa upp úr er hugrekki Ingibjargar Sólrúnar þegar hún bar stjórnarsamstarfið saman við sitt eigið hjónaband.  Þar sagði Ingibjörg að gott stjórnarsamstarf byggðist á því að hver flokkur fengi að halda sérkennum sínum í stað þess að annar flokkurinn væri sífellt að troða sínum skoðunum upp á hinn. Nákvæmlega þetta er kjarni málsins menn þurfa að hafa pólístískt hugrekki til að hlutirnir gangi upp t.d lýsti hún því óhikað yfir að hún væri í pólítík vegna velferðarmálanna þó að hún vissi auðvitað að þetta væri ekki nákvæmlega það sem Geir Haarde vildi heyra. 

 Að lokum óska ég bloggvinum og öðrum vinum nær og fjær gleðilegs árs með þökk fyrir það liðna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband