Sjálfstæðisflokkurinn að missa tökin?

Vil eindregið hvetja alla til þess að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag. Þar kemur á mjög mjög skýran hátt ofsahræðsla Morgunblaðsins við það að Sjálfstæðisflokkurinn sé að missa tökin í íslenskum stjórnmálum. 

Eins og og áður hræðist Morgunblaðið Ingibjörgu Sólrúnu óskaplega og hvetur til þess að Sjálfstæðisflokkurinn beiti sér fyrir því að kljúfa aðra stjórnmálaflokka.  Hann sér t.d. mikil tækifæri í því að kljúfa Frjálslyndaflokinn og kippa inn fyrir borðstokkinn Guðjóni Arnar og Jóni Magnússyni en sleppa hinum svörtu sauðunum í Frjálslyndaflokknum.  Þá sér Morgunblaðið mikil tækifæri í því að kippa Guðna Ágústssyni líka inn fyrir borðstokkinn því hann hafi alltaf verið svo dagfarsprúður í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Hins vegar er ekki minnst einu orði á það að taka aðra framsóknarmenn með.

Sjaldan hefur íslensk stjórnmálaumræða lagst jafn lágt og hér hefur verið lýst. Hvar eru málefnin? Á þau er ekki minnst einu orði.  Heldur kemur hér fram valdasýki í sinni nöktustu mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sjálfstæðismenn hafa aldrei verið málefnalegir enda grilla þeir á kvöldin og græða á daginn. Þeir hafa ekki tíma til að hugsa og láta því FORINGJAN SIG HEIL GEIR hugsa fyrir sig.

Brynjar Jóhannsson, 11.2.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband