Íslendingar eða útlendingar.

Ég hlusta ótrúlega lítið á útvarp. Allt of lítið því ég held að það sé svo margt skemmtilegt þar að hlusta á. Ég ætla örugglega að hlusta meira á útvarp seinna þegar ég má vera að því, alveg eins og ég ætla líka að taka þátt í leshringnum hennar Mörtu Smörtu seinna þegar ég má vera að því.

Núna ætla ég að gefa mér tíma til að deila með ykkur því sem oft vekur athygli mína og undrun en það er að þær fáu stundir sem ég hlusta þó á útvarp, sem er aðallega í bílnum á leið minni til og frá vinnu er að þar er ótrúlega oft talað um útlendinga og oftar en ekki um einhverskonar vandræði sem þeim eru tengd eða réttara sagt ímynduð vandræði þeim tengd.

Þess má geta að það er helst Bylgjan sem ég hlusta á þ.e. morgunþátturinn milli kl. 8 og 9 og svo síðdegisþátturinn einhvern tímann milli kl. 16 og 18 þar hafa mjög oft verið smá skot um málefni útlendinga og finnst mér sem þáttarstjórnandinn beini umræðum gjarnan á þá braut.

Í gær var ég t.d. í makindum að hlusta á uppáhaldsfréttamanninn minn Gissur Sigurðsson, hann endaði fréttir sínar á því að nefna að í Danmörku væri búið að segja upp leikskólakennara á leikskóla því hún væri gift einum teiknaranna sem teiknaði skopmynd af Múhameð og birt var í Jyllands Posten þá hrekk ég upp við það að dagskrárstjórnandinn æstist allur upp, hækkaði róminn og sagði eitthvað á þá leið að þetta næði bara ekki nokkurri átt og þetta yrði að stöðva strax.   Maðurinn virkaði svo áberandi reiður og öfgafullur að Gissur byrjaði strax að draga úr ,róa umræðuna og sagðist ekki vita til þess að neinum hefði verið hótað.  Þarna var á mjög ófaglegan hátt gengið strax út frá því, að því er virtist að öfgatrúarhópur væri farinn að stjórna og ráða yfir leikskólum í Danmörku og það yrði að stöðva ekki seinna en núna.

Mér fannst ég upplifa þarna í hnotskurn hvernig fordómar og æsingaskoðanir mótast. Fjölmiðlamenn geta haft  hafa gífurleg áhrif og bera mikla ábyrgð.

í fréttatímanum stuttu seinna kom svo fram að leikskólakennarinn væri byrjaður að vinna aftur á leikskólanum og að ekkert benti til að hann væri í neinni hættu engar hótanir ekki neitt. 

Aðallega ætlaði  ég nú bara að segja , mín skoðun er sú að það er ,,púkó" og smáborgaralegt að ræða mannlegar gerðir eða athafnir út frá því hvort um útlending eða Íslending  er að ræða.  Einnig eru allar alhæfingar um fólk og heilu þjóðirnar fram úr hófi hallærislegar. Afhverju eru útlendingar eiginlega alltaf til umræðu eins og um einhverjar geimverur eða furðuverur sé að ræða, þetta er bara fólk með haus og hala (leifar af hala) eins og við hin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Kæra Bára, það er nú þannig með fréttir og spjallþættir þeir eiga það til að vera tja neikvæðnin uppmáluð.  Ég er alveg hætt að hlusta á það sem er neikvætt, efnahagsmálin, bankarnir, meintur rassismi og höft á tjáningarfrelsi, þetta er bara niðurrif fyrir sálina.  Skelltu bara á Lindina og njóttu uppörvandi tónlistar og frásagna sem næra sálina og koma brosi á vör.

Knús.

Linda, 4.3.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband