Smámálin.

Alveg er það makalaust hvað fólk nennir að setja út á það að þau Geir og Ingibjörg skuli hafi skellt sér með einkaleiguflugi yfir hafið.  Þetta er nú bara einu sinni nýi tíminn. Áttu þau frekar að kúldrast i óreiðunni þarna í London upp á von og óvon að komast alla leið til Búkarest á réttum tíma.  Ég hefði örugglega gert þetta sama og notið þess.  Voðalega er fólk eitthvað gamaldags.  Ég er nú ekki alltaf sammála forgangsröðun Geirs og hans fylgismönnum í Sjálfstæðisflokknum en fyrr má nú rota en dauðrota.
mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Það liggja ekki allar áttir til London.
það er flogið frá klakkanum til danmerkur,þýskalands....... ofl ofl staða
það hefði mátt bjarga þessu á einhvern annann hátt.
Ódýrara hefði verið að fljúga frá Danmörk til Búkarest
það þarf stundum bara að hugsa út fyrir kassann.

Tómas , 3.4.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband