Hamingjusöm eða ekki?

Ef til vill erum við Íslendingar ekki svona hamingjusöm og friðsöm eins og kemur fram í könnunum.  A.m.k kosti ekki allir.  Þær eru alla vega háværar raddirnar og jafnvel reiðilegar stundum hjá löndum mínum sem veigra sér við því að taka á móti fátækum útlendingum, konum og börnum sem hingað til hafa bara tjald til að búa í, enga heilsugæslu engan skóla og bara ekki neitt. Ekki mikil gleði í þessum röddum finnst mér.

Menningin blómstrar alla vega hér á landi svo mikið er víst þó ekki allir slái í gegn útí heimi eins og hún Björk okkar en sjáiði bara Garðar Cortes yngri tenorinn okkar, kannski á hann eftir að slá í gegn út í heimi og hann er meira að segja útlenskur í aðra ættina. 


mbl.is Ættu allir að flytja til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Þórdís. Þetta var nú soldið svona "tunga út í kinn" úttekt held ég. Útlendingar vita ekkert hvernig þeir eiga að nálgast fyrirbærið Ísland og það er undantekning ef þeir taka það alvarlega.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.5.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband