Geir og Evrópusambandið.

Spurning dagsins hlýtur að vera sú, hvað er Geir að hugsa?  Hver forkólfur avinnulífsins á fætur öðrum gengur nú fram fyrir skjöldu og bendir á þá augljósu staðreynd að gjaldmiðillinn okkar, krónan, er ónýt í viðskiptum okkar við umheiminn. 

Allir sjá að eina leiðin út úr þessum ógöngum er að fara í myntbandalag Evrópulanda sem aftur þýðir að við verðum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 

Þetta er orðið eins augljóst og að nótt fylgir degi. Hvað ætlar Geir að halda áfram lengi með sína þráhyggju sem jafnframt er þráhyggja flokkseigandafélags Sjálfstæðisflokksins þ.e. að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. 

Sjálfstæðismenn almennt styðja ekki Geir lengur hvað þetta varðar. Helstu  stuðningsmenn hans eru nú orðnir Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson.

Sjálfstæðisflokkurinn er að hríðfalla í skoðanakönnunum vegna þessara þráhyggju en það virðist ekki heldur skipta neinu máli. Því er eðlilegt að spurt sé, hvað er eiginlega í gangi Geir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Þórdís


Ef íslenska krónan er svona ónýtur gjaldmiðill, hvernig tókst þá íslensku þjóðinni að verða þriðja eða fjórða ríkasta þjóð í Evrópu með þessum ónýta gjaldmiðli sínum?

Við yfirlýsingu sjálfstæðis íslenska lýðveldisins árið 1944, fyrir aðeins 64 árum, var Ísland eitt fátækasta ríki í Evrópu, en er núna sem sagt eitt af þremur eða fjórum ríkustu þjóðum Evrópu. Gæti hugsast að forsætisráðherra ykkar, Geir H. Haarde, viti að velgengni þjóðarinnar eigi sér ákveðnar orsakir? Orsakir sem þorri manna nú hafa gleymt flestu um. Að hann viti hver var og er uppspretta velmegunar Íslands?

Þegar evran féll um 30% árið 2000 af hverju voru Íslendingar þá ekki jafn hneykslaðir þá og þeir eru nú? Af hverju var evran þá ekki kallaður ónýtur gjaldmiðill? Því miður þá er Evra ekki galdrapappír.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gunnar, þakka þér góðar ábendingar og ég er sammála þeim nema að því leiti að nú eru aðrir tímar en voru árið 2001 og gömlu rökin duga eki lengur Því miður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.6.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband