Af gefnu tilefni.

Sú rökvilla er áberandi í samfélaginu í dag að menn tala um  ESB aðild eins og þeir gerðu fyrir 10 árum og láta eins og tíminn hafi staðið í stað.  Rökvillan fellst í því að nú eru allt aðrir tímar og þá gilda einnig allt önnur rök.  Nú eru Íslendingar komnir í mikla útrás og alþjóðleg viðskipti sem þeir voru ekki í áður og þá reynir miklu meira á tiltrú annarra á gjaldmiðlinum.

Málið er því miður að tiltrú á íslensku krónunni erlendis fer stöðugt minnkandi og engin spáir því að það muni breytast til batnaðar í fyrirsjáanlegri framtíð.  Þetta er minnsti gjaldmiðil í heimi og nær einfaldlelga ekki tiltrú í alþjóðlegum viðskiptum.  Þetta er kjarni málsins og skiptir þá engu máli hvaða álit menn hafa að öðru leiti á aðild okkar að Evrópusambandinu.

Það er auðvelt að finna rök á móti aðild að ESB en þau skipta einfaldlega ekki máli lengur.  Þar sem við höfum ekkert val þar sem gjaldmiðill okkar er ónýtur.  Þetta er hinn kaldi sannleikur í þessu máli, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það væri rökvilla að tala um ESB eins og það var fyrir 10 árum. Á þessum 10 árum hefur það því miður skeð að ESB hefur dregist mikið aftur úr efnahag Bandaríkjanna og efnahag Íslands. Svo mikið að ESB mun aldrei ná sínum Lissabon 2000 markmiðum um að verða ríksata og samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010. Og þar ofaní hefur ESB séð til þess að það muni aldrei ná efnahag þegna Bandaríkjanna eða Íslands. Það væri því stór rökvilla að tala um málið á sömu forsendum og fyrir 10 árum.

Já Íslendingar eru komnir í útrás og þurfa því ekki á ESB að halda. Sumir héldu að þess væri þörf fyrir 10 árum, en svo reyndist ekki vera. Þetta eru því mikil gleðitíðindi fyrir Íslendinga. Núna eru því Íslendingar á leiðinni til að verða ein ríkasta þjóð heimsins. Þökk sé virkum vöðvum frelsisins.

Og nei, evran reyndist því miður ekki vera sá gadrapappír sem menn vonuðust til. Hún féll strax um 30% gagnvart dollar en er núna svo há að hún er að stöðva útflutningsgreinar ESB. Þessvegna mun 7,1 % atvinnuleysi og 15% atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri fara hækkandi í ESB.

Sem betur fer var aðeins um rökvillu að ræða. Ísland nýtur því þeirrar gæfu að vera frjáls og rík þjóð. Þetta var einungis vondur draumur.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þetta er hámarks útúrsnúningur Gunnar minn.  Kjarni málsins er sá að við erum með handónýta mynt og við því verður að bregðast.  Að ræða um ESB án þess að minnast á þetta lykilatriði er hreinn útúrsnúningur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.6.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað hefur krónan gert af sér, Þórdís?

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Sammála þér  Bára. Bendi á videóið mitt á blogginu mínu (krónuverkið). Það er til sýnis í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. (Íslenska krónan í öndunarvél). kv.

Bergur Thorberg, 5.7.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband