30.10.2008 | 11:08
Sjálfstæðisflokksins styður Samfylkinguna.
Samfylkingin er búin að fá óvænta og öfluga stuðningsmenn, sem eru ráðherrar og samanlagður þingflokkur Sjálfstæðisflokksins e.t.v. með einni undantekningu sem er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þessi óvænti stuðningur felst í því að vera ennþá, þrátt fyrir allt sem gerst hefur á undanförnum vikum, á móti því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þessi þráhyggja forystufólks í Sjálfstæðisflokknum er fordæmalaus heimska í stjórnmálum og er löngu farin að ofbjóða öllu venjulegu fólki í landinu. Í hvert sinn sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins afneita Evróðpusambandinu í heimsku sinni þá eykst stuðingur við Samfylkinguna í sama mæli. Enda er Samfylkingin nú orðin stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ef Samfylkingin vill stækka ennþá meira á hún endilega að biðja forystumenn Sjálfstæðisflokksins að tala sem oftast og lengst um afstöðu sína til Evrópusambandsins. Hvers á okkar þjóð eiginlega að gjalda?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta sérkennilega blogg kommenteraði ég á í gær. Nú birtist það að nýju eins og upp splúnkunýja uppgötvun sé að ræða, en í þetta sinn án athugasemdarinnar. Var athugasemdin ekki í takt við rétttrúnaðinn?
ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.