Konurnar málefnalegar.

Það er áberandi hvað Ingibjörg Sólrún, Þorgerður Katrín og Jóhanna Sigurðardóttir eru málefnalegar, skynsamar og kjarkmiklar. Þær þora geta og vilja, eins og segir í vísunni forðum, setja hagsmuni þjóðarinnar í forgang og segja sitt álit skýrt og skorinort.  Nú síðast í dag heyrðum við það í umræðu þeirra um aðildaviðræður í ESB og Jóhanna er aldeilis líka búin að standa föst á sínu í ráðuneytinu sem hún stýrir. 

Það er eins og karlarnir séu með meiri væflugang og séu hræddari. Það lítur alla vega þannig út eftir því sem þeir skrifa og tala kapparnir Illugi Gunnars, Sigurður Kári og Bjarni Ben.

Það er greinilegt að það tapar engin á aðildarviðræðum, það hljóta allir að sjá.


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég vil gjarna samþykkja það að Jóhanna Sigurðardóttir sé málefnaleg og kjarkmikil, en ekki líkja hinum tevimur saman við hana. Jóhanna á það ekki skilið.

Steinmar Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 19:34

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sammála þér um allar þessar þrjár konur.  Þorgerður Katrín er nú einu sinni dóttir eðalkrata, svo hún á ekki langt að sækja viskuna.

VIldi óska að það væru fleiri konur við stjórnvölinn. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.12.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ingibjörg, ég vil líka fleiri konur í stjórn en þær mega ekki vera eitthvað líkar þessum þrem handónýtu kellingum sem þú talar um. Ég vil almennilegar konur, vel gefnar, vel menntaðar, röskar og skörulegar. Engar aflóga kommakellingar fyrir mig, takk fyrir.

Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband