Ólán að dreyma seðlabankastjóra.

Mig dreymdi af einhverjum furðulegum ástæðum seðlabankastjóra,  DO í forgrunni ásamt tveimur öðrum, þeir voru meira eins og í skugga. Þeir sátu í hvítum skyrtum og í jakkafötum í aftursætinu í bílnum hjá mér þar sem ég ók Bústaðaveginn í skammdeginu um daginn. 

Nú veit ég að það slíkur draumur er fyrir óláni því seinni partinn daginn eftir þegar ég ætlaði að stíga út úr bínum á bílastæði við Nóatún á Háaleitisbraut kom Land Cruiser jeppi á mikilli ferð, alls ekki á gönguhraða, og reif upp hurðina hjá mér svo lá við að hún rifnaði af.  Það kom svo í ljós, mér til undrunar, að ég var dæmd ,,í órétti".  Því bjóst ég ekki við.  Gott ég var ekki komin með annan fótinn út úr bílnum.  Sem sagt ekki dreyma DO seðlabankastjóra í bíl hjá þér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vera allra versta martröð sem hægt er að fá að dreyma Davíð Oddsson, verra en að dreyma rottuplágu

Stefán (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband