7.2.2009 | 20:07
Mikill biturleiki.
Manni var brugðið af annars kurteisilegu fasi Sturlu og málefnalegri ræðu hans í fréttunum á RUV fyrir stuttu þegar hann allt í einu og alveg út úr samhengi, fer að úthúða fyrri samstarfsflokki sínum. Þetta er annars lenska hjá Sjálfstæðismönnum þegar þeir koma fram. Biturleikinn leynir sér ekki. Það sést hjá minni spámönnum og líka hjá forystunni t.d. þeim Geir Haarde og Þorgerði Katrinu og það vekur athygli að hún talar nú fyrir lengri setu seðlabankastjóra en það er á skjön við það sem virtist vera skoðun hennar fyrir stjórnarslit.
Síðast en ekki síst þá var nú eins og Pétur Blöndal væri að tapa sér á þinginu í gær, þar sem hann talaði máli vinar síns í Seðlabankanum, sem er miklu einelti og órétti beittur finnst honum. Maður bara beið efir að hann missti málið svo mikið var honum niðri fyrir.
Sturla og Herdís hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrokinn er út af fyrir sig merkilegur. Við liggjum með þá þekkingu að hann er varnarháttur. Og birtingarmyndirnar margar og oft helvíti lúmskar. Þess vegna er hann merkilegur.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.