Í hvaða liði er Guðlaugur Þór og Sjálfstæðisflokkurinn?.

Það vakti sérstaka athygli í umræðum um Icesave samningana á Alþingi að Guðlaugur Þór Þórðarson hrópaði að Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra og spurði með miklum þjósti ,,í hvaða liði hann væri".  Tilefnið var að Gylfi Magnússon hafði minnt á þá augljósu staðreynd að Icesave martröðin væri tilkomin af glannaskap Landsbankans. Hvers vegna mátti ekki minna á þessa augljósu staðreynd?  Er það kannski vegna þess að Guðlaugur Þór og Sjálfstæðisflokkurinn fengu 70 milljónir kr.  í styrk frá Landsbankanum eins og frægt er orðið.  Má þá sannleikurinn ekki koma í ljós?.

Það hlýtur að liggja í augum uppi að fram þarf að fara rannsókn af háttsemi Landsbankans í þessu máli og þá ekki bara háttsemi bankastjóranna heldur hýtur þar einnig að koma til rannsóknar þáttur bankaráðs Landsbankans en eins og kunnugt er átti framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins sæti í bankaráðinu á þessum tíma.  Það er alveg sama hvað Guðlaugur Þór gólar sannleikurinn verður að koma í ljós.  Síst af öllu eigum við að líða að stráklingar eins og Guðlaugur Þór séu að ráðast á yfirburðamenn eins og Gylfa Magnússon prófessor sem reynst hefur þjóðinni óskaplega vel í sínum embættisstörfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sammála bæði um Guðlaug Þór og Gylfa. - Merkileg þessi spurning Guðlaugs um í hvaða liði Gylfi er, hún segir afar mikið um hugarfar Guðlaugs en ekkert um Gylfa.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.7.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Yfirburðamann?? Það vantar ekki að sterk orð séu notuð. Það er sjálfsagt að rannsaka mál Landsbankans sem allra mest eins og annað og mér er ekki kunnugt um að Guðlaugur Þór hafi verið að andmæla því, hvorki af því tilefni sem þú nefnir né öðrum hvað sem líður einhverjum órökstuddum vangaveltum þínum.

Gylfi hefur hins vegar sett svokallað Icesave-mál þannig upp að það sé alfarið okkur Íslendingum að kenna og þess vegna eigum við að gjöra svo vel að borga. Þetta hefur hann sagt þrátt fyrir þá staðreynd að eftirlitsskyldan með Icesave-innistæðureikningunum var einnig hjá brezkum og hollenzkum stjórnvöldum auk þess sem leikreglurnar sem giltu um reikningana, og sem gerðu þá ennfremur mögulega, voru hannaðar í Brussel.

En nei, samkvæmt yfirburðamanninum Gylfa er sökin alfarið okkar Íslendinga og samhliða því hótar hann okkur allt að því heimsendi ef Icesave-nauðungarsamningar ríkisstjórnarinnar sem hann situr í verða ekki samþykktir. Er virkilega skrítið að því sé velt fyrir sér með hverjum hann stendur í þessu máli?

Es. Þess utan má geta þess að Gylfi er dósent en ekki prófessor. Rétt skal vera rétt ekki satt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.7.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég bendi á bloggið mitt þar sem ég skrifaði um Guðlaug

Það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það. 

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.7.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband