Bombur Davíðs.

Davíð Oddssyni var sagt upp bankastjórastarfi við Seðlabankann. Þeir sem stóðu að þessum gjörningi eða studdu hann skulu nú aldeilis fá fyrir ferðina.  Í þeim tilgangi virðist Davíð útbúa bombur.  Nú þegar hefur hann látið 2 bombur falla.  Fyrsta bombann féll á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að skýrsla 70 landsfundarfulltrúa um stefnumótun flokksins undir forystu Vilhjálms Egilssonar væri einskis virði og að að hann sæi mjög eftir þeim trjágróðri sem notaður hafði verið til að framleiða þann pappír sem fór í skýrsluna.  Þetta var fyrsta bomban, sem vakti mismikla kátínu og í raun eyðilagði Landsfund flokksins. Meira að segja Geir H. Haarde mótmælti foringja sínum í fyrsta og sennilega síðasta skiptið.

Nú er komið að bombu númer 2 sem er á þá leið í stuttu máli að fara eigi svokallaða dómstóla leið í Icesave málinu og aðalefni bombunnar er að gerð hafi verið skýrsla á vegum OECD sem segir að þegar algjört bankahrun verður þá gildi ekki almennir tryggingasjóðir heldur verði að grípa til annarra ráða.  Óhamingja Davíðs fellst í því að þarna hætti hann að lesa skýrsluna því þarna taldi hann sig vera kominn með stórt tromp á hendi. Framhaldið var nefnilega það að þegar svona stórslys verða þá þarf að koma til ríkisábyrgðar. 

Icesave samkomulagið fjallar nákvæmlega um þetta mál. Í Tryggingastjóðnum voru 19 ma. kr en Icesave skuldirnar í Bretlandi og Hollandi voru 700 ma. kr.  Hvernig á að borga 700 ma. kr. með 19. ma. kr.  Samkomulagið fellst í því að Íslendingar taka að sér hluta þessara skuldbindinga og Bretar og Hollendingar hluta.

Strax í upphafi samninga var ljóst að ekkert samkomulag var um hina svokölluðu dómstólaleið. Í framhaldi af því tóku þjóðirnar þá ákvörðun að semja um skuldbindingarnar. F.h. Íslands tóku þátt í þessum samningum  Geir H. Haarde, Árni Matthiesen og Ingibjörg Sólrún.

Þrátt fyrir að samið hafi verið um þessa málsmeðferð fyrir 9 mánuðum og Sjálfstæðismenn stóðu fyrir að stærstum hluta segir Davíð nú í bombu sinni að þetta sé allt eintóm vitleysa og nú skulum við bara fara dómstólaleiðina.

Þrátt fyrir mikla viðleitni getur Davíð heldur ekki í bombu sinni hrakið það að AGS og öll Norðurlöndin hafa sett það skilyrði fyrir aðstoð sinni að við göngum frá Icesave samningnum. Meira að segja stóð hann sjálfur fyrir því sem fultrúi hins sjálfstæða Seðlabanka að skrifa undir samkomulagið við AGS. Afhverju gerði hann það?.  Afhverju mótmælti hann ekki þá og henti pennanum út um gluggann?.

Hvernig sem á þetta er litið er gersamlega ómögulegt að botna í þessum náunga en það virðist ekki standa steinn yfir seini í málflutningi hans.  Þess vegna minnir þetta óneitanlega á aðrar frægar bombur á fyrri hluta síðustu aldar.


mbl.is Ekki fundið neina slíka skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband