Minn maður.

Dáist að því hvað Guðbjartur Hannesson er alltaf rólegur og trúverðugur sem formaður í Fjárveitinganefnd. Þar er sannarlega réttur maður á réttum stað.  IceSave málið er af öllum álitið erfiðasta málið sem Alþingi hefur nokkru sinni fengist við.

Sjálfsagt hefði hann fyrir löngu getað tekið málið úr nefndinni og látið kjósa um það á Alþingi en dugnaður hans og eljusemi hefur miðast við að ná fram málamiðlun sem allir þingmenn gætu samþykkt.

Þetta er aðdáunarvert og á hann miklar þakkir skildar. 


mbl.is Funda um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Þórdís Bára, æfinlega !

Mér kemur Guðbjartur fyrir; sem hinn vænsti drengur - þó; ill örlög hafi ætlað honum, að þjóna þeim hjúum; Ingibjörgu S. Gísladóttur - Össuri Skarphéðins  syni og Jóhönnu Sigurðardóttur, í þeim skelfilegu verkum - á hverjum hinir frjálshyggju flokkarnir; Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar hófu, á sinni tíð.

Meiri væri sæmd Guðbjarts; sneri hann baki, við þesum söfnuði svika og ill ráða, og gengi til liðs, við okkur þjóðfrelsissinna.

Fagna; enduropnun athugasemda kerfisins, hjá þér, að nýju.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband