Hefnd Ögmundar.

Í dag náði Ögmundur hefndum fyrir sviplegt brotthvarf úr ríkisstjórninni.  Nú fékk hann tækifærið til að launa Jóhönnu lambið gráa.  Þessi barnalega hefnigirni er eina skýringin á framkomu hans í dag. 

Skynsamur maður eins og hann veit auðvitað að ekkert er um annað að ræða fyrir okkur en að ganga frá þessu máli. Að sumu leyti er skiljanlegt að Ögmundur skuli vera reiður.  Í nær tvo áratugi er hann búinn að vera í einmanalegri stjórnarandstöðu á móti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og fékk nú loksins tækifæri til að fara í ríkisstjórn.

Vegna samstarfsörðugleika varð hann að hrökklast úr stjórninni. Auðvitað nær svona barnaleg hefnigirni eins og hann sýndi í dag ekki nokkurri átt.  Frekar hélt ég að hann myndi ganga fyrir björg en að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í árásum hans á vinstri menn í landinu.  því auðvitað vakir ekkert annað fyrir Sjálfstæðisflokknum en að komast til valda þó að hann beiti fyrir sig einhverjum Icesave útúrsnúningi. 

Nú er Ögmundur búinn að hefna sín á Jóhönnu og í framhaldinu ætti að vera hægt að taka upp eðlileg samskipti á ný.

Útilokað er að hann taki aftur jafn fáránlega afstöðu og hann gerði í dag þegar kemur að úrslita atkvæðagreiðslu í þinginu um Icesave málið. Engin mun erfa þetta glappaskot við hann, við erum öll mannleg en að Ögmundur Jónasson greiði tvisvar sinnum atkvæði með íhaldinu á móti vinstri mönnum er algjörlega útilokað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Í dag gjaldfelldi Ögmundur sig verulega. Hefnigirni eða einkaflipp ? eftirsókn eftir vafasömun vinsældum ?

hilmar jónsson, 8.12.2009 kl. 22:37

2 identicon

Þetta er barnaleg röksemdarfærsla. Ögmundur er að fara eftir sannfæringu sinni en ekki einhverjum flokkslínum.   Heldur þú að allir stuðningsmenn Indefence-hópsins þar sem yfir 30000 manns hafa skrifað undir séu sjálfstæðis- eða framsóknarmenn!  Ég er hvorugt og skrifaði undir og skammast mín ekki fyrir það!     Ég vil borga en ekki eftir þeim forskriftum sem hér er boðið upp á!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jæja, hrokinn að drepa suma sé ég.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 23:04

4 identicon

Samfylkingin er hægri flokkur. Í ríkisstjórn eru þrír ráðherrar sem voru í þeirri ríkisstjórn sem leiddu okkur í hrun. Þessi ríkisstjórn er ekki vinstrisinnuð fyrir fimm aura. Að ráðast á manninn en ekki skoðanir hans er yfirleitt talið merki um lélegan málstað.

Doddi D (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 23:06

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bull. Það er ríkisstjórnin sem er í aðför gegn vinstrimönnum, sem og öðrum Íslendingum. Eina leiðin til að "ganga frá" IceSave-málinu er að hafna því.

Vésteinn Valgarðsson, 9.12.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband