Hetjur.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra (og ríkisstjórnin nærri því öll) eru menn ársins svo mikið er víst og ekki eru þau í vinsældarkosningum eins og allir sjá.

Þau eru afburðafólk. Gefum þeim frið til að vinna þessi óvinsælu verk sem svo nauðsynleg eru samfélaginu til heilla. Það veit stjórnarandstaðan sem gerir samt allt sem hún getur til að leggja stein í götu þeirra og um leið tefja fyrir uppbyggingu og hagsmunum heimilanna í landinu, eins furðulegt og það nú er.

Vonandi finna þau öll, sem stjórna landinu, fyrir stuðningi hins þögla meirihluta þó að óánægjuraddirnar séu háværari. 

Megi Ísland svo þokast alla leið og lengra í það jafnaðarþjóðfélag sem það var hér á árum áður. Þá getum við lifað saman aftur í sátt og hófsemi í þessu góða landi þar sem misvitrir menn hafa því miður stjórnað svo allt of lengi.


mbl.is Icesave mun ekki hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Þórdís. Ég er sammála þér um að það væri óskandi að þjóðfélagið þokaðist í átt til þess sem það var hér áður. En ekki sé ég hvernig það að þjóðin, án nokkurrar lagalegrar skyldu, borgi Icesave fyrir útrásarvíkinga getur hjálpað okkur í þá átt. Þetta tvennt eru andstæðir hlutir sem geta engan veginn farið saman, því miður.

Jón Pétur Líndal, 11.12.2009 kl. 17:42

2 identicon

Þú gerir þér grein fyrir því að skera þarf niður í félagslega kerfinu um tugi prósenta vegna þessa Icesave láns?

Og gerir þú þér grein fyrir því að það eru engin lög sem segja að við eigum að borga þetta, heldur einungis það að Bretar og Hollendingar heimta það?

Kalli (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Auðvitað Kalli. Þetta er ekkert grín þessi tiltekt eftir íhaldið. Það þurfa allir að borga. Líka þeir verst settu. Því miður.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.12.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Jón Pétur. Það er vont að þurfa að borga en það hefur verri afleiðingar að gera það ekki.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.12.2009 kl. 17:54

5 identicon

Íhaldið? Sátu ekki VG liðar á þingi? Var ekki Samfylkingin í stjórn?

Kalli (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:26

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Kalli: Samfylkingin mátti sjálfsagt standa sig betur. En hverjir gerðu þetta allt mögulegt. Þarf nokkuð að þræta um það.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.12.2009 kl. 22:13

7 identicon

Svona sandkassaleikir eru ekki neinum til góðs. Þögli meirihlutinn sem þú talar um, er það þessi 70% sem eru á móti Icesave? Var það ekki Jón Baldvin sem var helsti hvatamaðurinn að því að Ísland færi í EES? Sem gaf fjárfestum (kominn með leið á útrásar nafnbótinni sem þessir menn hafa fengið enda fáir flutt inn jafnmikið af skuldum og þeir) það frelsi sem til þurfti. Veit ekki betur en við höfum öll tekið þátt í þessum leik og allir voru glaðir og góðir meðan allt lék í lyndi, svo þegar spilaborgin hrundi þá getur enginn tekið ábyrgð á sjálfum sér og allt og ekkert er öllum öðrum að kenna. Það sem 70% prósentunum langar að vita er hvort okkur ber lagaleg skylda til að greiða þetta eða ekki, að ekki verði samið um það á pólitískum grunni til að greiða fyrir inngöngu okkar í ESB. Tel að margir þeir sem eru óvissir í sinni afstöðu til ESB verði því andsnúnir ef það reynist vera að við erum beitt pólitískum og þar með fjárhagslegum þvingunum til að greiða götu okkar að ESB.

Hrannar Már Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 01:47

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hrannar: Árni Matt skrifaði undir Icesave samninginn fyrir Íslands hönd. Núverndi stjórnvöld löguðu hann eins og hægt var. Siðmenntuð þjóð stendur við samninga. Varðandi þessi 70% kemur í hugann máltækið ,,þangað leitar hundurinn sem hann er kvaldastur" vill fólk sem sagt fella núverandi stjórn og fá Sjálfstæðisflokk og Framsókn aftur? þeir yrðu alla vega ekki lengi að skrifa undir Icesave enda ekkert annað í boði því miður og þeir vita það.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.12.2009 kl. 09:44

9 identicon

Þórdís, þú ætlar að standa á móti 70% þjóðarinnar og nota haldlaus rök um fortíðina í staðinn fyrir að sannfæra þjóðina afhverju við eigum að borga. Nei þá er vælt sjálfstæðisflokkurinn!!!!

Hrannar útskýrir þetta fyrir þér mjög vel, taktu af þér "hverjum var þetta að kenna gleraugum"og hlustaðu á sérfræðingana og 70% þjóðarinnar sem vill berjast.

Óskar (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:41

10 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Óskar; Þú veist rökin jafn vel og ég, jafngreindur og þú ert. það er löngu búið að semja um þetta. Árni Matt skrifaði undir fyrir íslands hönd (fyrir Sálfsæðisflokkinn).  Þú veist líka hver greiddi veginn fyrir þessi ósköp. Samfylkingin kom inn á seinni stigum málsins og skútan var þá komin langleiðina í kaf. Ég hef gaman af að mina þá sem kenna núerandi stjórnvöldum um

 Óskar:  vísa þér á svaið til Hrannars:)

ástandið  viðurkenni það að það er pirrandi að þeir sem aðhyllast hægri stefnu séu að kenna núverandi stjórnvöldum um ástandið.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.12.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband