17.12.2009 | 09:53
Kjósum.
Hvet landsmenn hér með til að kjósa um Icesave málið þó ekki væri nema bara sér til skemmtunar. Farið inn á heimabankann, sækið rafræn skjöl og þar er í boði skjal tengt Íslendingabók. Mjög auðvelt.
Kosningin er ekki opin nema til 16:30 í dag. Svo það er um að gera að drífa sig.
Sýnum ríkisstjórninni stuðning. Ekki veitir af. Nóg er af neikvæðninni í þeirra garð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Þórdís mín
þú ert svo gasalega spennt fyrir Æsseif. Mig langar að vita hvort þú sért ekki strax byrjuð að leggja til hliðar til mögru áranna fyrir Æsseif?
Sigurður Þórðarson, 17.12.2009 kl. 15:35
Sigurður minn. Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af ,,Æsseif" við förum létt með þetta enda dugandi fólk sem stöndum okkar pligt.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.12.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.