Ómarktæk niðurstaða.

Niðurstöður úr könnun Eyjunnar eru greinilega ómarktækar. Aðeins rúm 7000 manns tóku þátt í kosningunni sem er aðeins 3 til 4% atkvæðisbærra manna í landinu. Þetta er ótrúlega lítil kosningaþátttaka þrátt fyrir mikinn áróður þeirra sem eru á móti Icesave málinu. 

Í raun er því hér um mikinn sigur að ræða fyrir þá sem vilja samþykkja Icesave.  Engin spurning er um að i alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þátttakan væru 180 til 200 þúsund manns þá myndi stuðningur við Icesave samkomulagið vera yfirgnæfandi.

Furðu sætir að andstæðingum Icesavesamkomulagins skyldi ekki hafa tekist að smala saman nema um 5000 manns til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á móti Icesave.  Þetta sýnir ótvírætt að fólk er að snúa baki við æsingamönnunum og er farið að líta raunhæft á hlutina.


mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Athyglisverð túlkun á niðurstöðu þar sem alli gátu kosið og er 10 sinnum stærri en meðal skoðanakönnun.

Víðir Benediktsson, 17.12.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Hefðu verið marktækar ef þær hefðu verið á hin veginn.

Rauða Ljónið, 17.12.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Víðir.  Það er alveg rétt að þessar niðurstöður væru marktækar ef í landinu væru tvær aktívar fylkingar með eða á móti Icesave. Hinn þöggli meirihluti sem er með Icesavesamkomulaginu hefur ennþá ekkert látið í sér heyra.  Þess vegna eru þessar niðurstöður ekki marktækar.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.12.2009 kl. 21:28

4 identicon

Við látum nú ekki troða tusku uppí kjaftinn á okkur þegjandi og hljóðalaust Þórdís.

axel (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:29

5 identicon

Bentu á þennan þögggggla meirihluta Þórdís.

axel (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:40

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Axel.  það er dálítið erfitt að benda á þá sem segja ekki orð. En ég myndi fyrst og fremst benda á stóra hópa í Sjálfstæðisflokknum og í Framsóknarflokknum þeirra sem komnir eru til vits og ára. Segjum bara 40 ára og eldri en hafa hingað til ekki viljað styggja ungu mennina sem eru í forystu þessara flokka.  Þetta gæti verið kjarninn í hinum þöggla meiri hluta ásamt stuðningsmönnum stjórnarflokkana.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.12.2009 kl. 21:57

7 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Mér skilst á þessum skrifum þínum Þórdís, að þú sért viljug að borga fyrir þjófnað eigenda Landabankans.  Mikið ert þú þá vel stæð.  Vilt ekki einu sinni athuga fyrir dómstólum hvort okkur ber að borga þetta.  Þennan reikning mátt þú alveg borga fyrir mér.  Komist dómstólar að því að okkur beri að borga þetta, þá verð ég líka með.

Hjalti Garðarsson, 17.12.2009 kl. 22:16

8 identicon

Það skín einhver örvænting í gegn um þessi skrif hjá þér, enda halda rök þín ekki vatni.

Þú reynir t.d. að gera lítið úr þessu með því að segja "ekki tókst að smala saman nema um 5000 manns til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á móti Icesave". Það má alveg snúa þessum rökum þínum við og segja: "Ekki tókst að smala saman nema um 2000 manns til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni með Icesave". Þá lítur dæmið aðeins öðruvísi út, ekki satt?

Það er nefninlega eitt sem þú gleymir (eða kýst að líta framhjá) þegar þú talar fjálglega um "hinn þögla meirihluta": í þessar kosningu tóku þátt BÆÐI þeir sem eru með OG þeir sem eru á móti, ekki satt? Það er frámunalega vitlaust að halda því fram að allir þeir Íslendingar sem ekki tóku þátt séu "hinn þögli meirihluti sem er á móti Icesave".

Þessi "þögli meirihluti" er nefninlega ekki til. Kosningar eins og þessi, og skoðanakannanir með slembiúrtaki, þar sem þessi goðsagnakenndi "þögli meirihluti" kemst ekki upp með að þegja af því það er einfaldlega hringt í hann og hann spurður álits, hafa allar sýnt nánast NÁKVÆMLEGA sömu niðurstöðu: 70% þjóðarinnar er á móti Icesave samkomulagi ríkisstjórnarinnar.

Svona margar kannanir og þetta stórt úrtak og svona ótrúlega mikil samsvörun í niðurstöðum þýðir einfaldlega að tölfræðilega eru þetta marktækar niðurstöður, og miklu meira en það.

Það er tölfræðileg staðreynd að 70% þjóðarinnar er á móti Icesave. Þetta sýnir ótvírætt að fólk er að snúa baki við æsingamönnunum og er farið að líta raunhæft á hlutina, eins og þú bentir réttilega á. Reyndar svissaðirðu formerkjunum, en við skulum bara afskrifa það sem klaufska tilraun til sögufölsunar, framkvæmda í augnabliks geðshræringu.

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 22:58

9 identicon

Þóra það voru ekki 5000 sem tóku þátt heldur 7500 tæp.  Um það hversu marktækt þetta er skaltu rifja upp kannanir fjölmiðla fyrir þingkosningar en þá eru oft borin á borð 600 manna úrtök með svarhlutfalli uppá 80% ig viti menn úrslitin kosninganna hafa verið oft innan fráviksmarka sem er auðvitað ótrúlegt.  Þess vegna er það algjörlega út í hött að þetta sé ómarktækt.  Láttu rökhyggjuna ráða en ekki pólitískar skammtanir S og V glepja þig svona.

ÞJ (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 23:13

10 Smámynd: Rafn Gíslason

Hvernig í ósköpunum er hægt að fullyrða um þöglan meirihluta sem styður Icesave samningin þegar ekkert í honum heyrist og engin veit neitt um, að öðru leiti en með fullyrðingum þínum og getgátum. Furðuleg röksemdar færsla það Þordís.

Rafn Gíslason, 18.12.2009 kl. 00:53

11 identicon

Sæl

Þetta er skrýtnasta blogg sem ég hef séð! Röksemdafærslan er enn furðulegri. Hefur þú ekki séð neinar skoðanakannanir eða blöð undanfarið ár? Hefur þú lesið eða séð einhverja könnun sem lýsir þínum þögla meirihluta?

Ekki ég.

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjorn (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 02:15

12 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þórdís hvernig væri að opna augun og taka tappana úr eyrunum? Ef þú vilt ekki taka mark á Þessari kosningu, hvað þá með vel útfærðar skoðanakannanir MMWR og Gallup sem gefa sömu niðurstöðu og jafnvel meiri andstöðu? Eru þær líka bull? Afhverju viltu endilega að við borgum það sem flest bendir til að við eigum ekki að borga? Afhverju stöndum við ekki í lappirnar og segjum við þessar þjóðir að Alþingi hafi sett sín skilyrði í ágúst; "Take it or leave it"?

Ég skal segja þér afhverju! Vegna þess að það eru eintómar lyddur og ládeyður í þessari Ríkisstjórn sem eru alveg úr tengslum við þjóðina. Þeim ber að gæta heiðurs og afkomu Íslands til ókominna fjölda ára en ekki bara fara í undirlægju við ESB sama hvað það kostar. Þú myndir aldrei taka svona áhættu með heimili þitt eða fyrirtæki, afhverju þá skrifa undir óútfylltan víxil sem börnin þín eiga að greiða í framtíðinni? Til þess að Stjórnin haldi velli?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.12.2009 kl. 07:25

13 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Adda. Ég er alls ekki sammála þér og mér finnst skoðun þín barnaleg og óábyrg.  Það ert þú sem ert með tappa í eyrunum. Vertu skynsöm það borgar sig. Börnin okkar hafa meiri hag af því að við stöndum við okkar skuldbindingar á alþjóðavettvangi heldur en ekki.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 09:37

14 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Auðvitað vill enginn borga. Það þýðir samt ekki að það sé raunhæfur kostur.

Páll Geir Bjarnason, 18.12.2009 kl. 09:39

15 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Pj., Rafn, Sveinbjörn, og Hilmar hinn örvæntingarfulli, lesið svar mitt til Axels hér að ofan þar sjáið þið rökin en þau eru skotheld auðvitað.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 09:48

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú fyrst Samfylkingin er svona örugg með stuðning þjóðarinnar í þessu máli  þá hlýtur hún að vilja alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu.  Rökrétt niðurstaða er að þú Þórdís skrifir undir hjá Indefence og skorir á forsetann.

Sigurður Þórðarson, 18.12.2009 kl. 12:59

17 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ég er óhrædd við þjóðaratkvæðagreiðslu en ég vona að Alþingi beri gæfu til að koma þessu í gegn sem fyrst. Við höfum ekki tíma til að standi í þessu rulgi lengur og ég held meira að segja að þú vitir það.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 13:11

18 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þórdís, þú segir:"Börnin okkar hafa meiri hag af því að við stöndum við okkar skuldbindingar á alþjóðavettvangi heldur en ekki."

Getur þú vinsamlega sagt mér hvaða alþjóðlegu skuldbindingu við erum að svíkja, með því að neita að borga Icesave?

Hjalti Garðarsson, 18.12.2009 kl. 14:26

19 Smámynd: Kommentarinn

Sammála Páli. Auðvitað vill enginn borga. Það þýðir samt ekki að það væri best fyrir þjóðina. Þetta er svona svipað og að 10 ára barn vill ekki fara í skólann.

Kommentarinn, 18.12.2009 kl. 14:48

20 identicon

Þvílíkt bull líka að kalla þetta kosningu. Það er þekkt að það er aðeins fólk sem hefur mikinn áhuga á málefninu sem fer og svarar svona skoðanakönnunum. Því má gera ráð fyrir að þeir sem eru mjög mikið á móti icesave og mjög fylgjandi hafi farið þarna inn og svarað.

Þetta er því með öllu ómarktækt. Skoðanakönnum frá Gallup er miklu marktækari þar sem að þar er notast við slembiúrtök og miklu meiri líkur að fá fram þverskurð af þjóðinni.

Ég held til dæmis að það hafi bara verið framsóknarmenn sem tóku þátt í þessari skoðanakönnun. Eru ekki umþaðbil 7000 framsóknarmenn á Íslandi eða svipaður fjöldi og svaraði könnuninni. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 15:40

21 Smámynd: Rafn Gíslason

Hvað er svona skothelt við svar þitt til Axels hér að ofan?. Ég get ekki betur séð en að þar sé einungis um getgátur þínar að ræða um afstöðu eldri félagsmanna ofangreindra flokka, hvað hefur þú fyrir þér í þessum fuglyrðingum þínum? Hefur farið fram könnun á afstöðu þessa hóps?. Þegar þú getur fært mér haldbær rök fyrir þessum fullyrðingum þínum þá skal ljá þeim eyra. Annars er það einmitt fólk eins og þú sem fylgir þessari ríkisstjórn í blindni sem var þess valdandi að ég hætti í VG.

Rafn Gíslason, 18.12.2009 kl. 16:05

22 identicon

Þetta er einfaldlega hlægilegasta útúrsnúningatilraun sem ég hef í kring um skoðanakönnunina, þótt af mörgum æði skrautlegum er að taka.  Ber að óska höfundi til hamingju. 

Núna fara spunatrúðar Samfylkingarinnar mikinn í fjölmiðlum og reyna að hrauna yfir Eyju könnunina varðandi Icesave samninginn, þar sem 70% þátttakenda höfnuðu honum.  Allskonar samsæriskenningar, gölluð aðferðafræði, hlutdrægni umsjónaraðila og allt of lítil þátttaka er skýringin á afleitu gengi útsendara Breta og Hollendinga.  Frethólkurinn Jónas Kristjánsson og Hreinsmiðillinn DV með Reyni Tarusta hljóðupptökufræðing í brúnni, reyna að gera að því skóna að allir sem ekki kusu teljast til þeirra sem eru samþykkir samningnum..???? 

Yfir 7000 manns tóku þátt, sem er mun meira en þær kannanir sem Jónas hreykir sig af að hafa innleitt í landið á dögum ritstjóraembættisins sem hann ver rekinn frá eftir að einstaklingur fyrirfór sér vegna skrifa sorpsnepilsins.  Snillingarnir Reynir Trausta og Jónas Kristjánsson gæta ekki að sér að í 2 könnunum sem viðurkennd fyrirtæki framkvæmdu með slembiúrtaki, þá kom nákvæmlega sama niðurstaða út.  70% voru á móti Icesave samningnum í þessari mynd, en 30% voru með. 

Kannanaaðferðafræði sem allar kosningarspár hafa verið mældar með.  Sama aðferðafræði og forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér til að hafna fjölmiðlalögunum vegna þess að hann sá á niðurstöðum að "gjá væri milli þings og þjóðar".  Sama aðferðafræði og stjórnarflokkunum hugnaðist svo vel fyrir kosningarnar þegar þær sýndu mikla fylgisaukningu þeirra.  Er ekki öruggt að ritsóðarnir Reynir Traustason, Jónas Kristjánsson og spunatrúðar Samfylkingarinnar voru jafn ósáttir við kannanafyrirkomulagið og niðurstöðurnar þá og þeir eru núna?  Hvað ætli forsetinn (forseti ekki allrar þjóðarinnar samkvæmt öllum könnunum) geri núna til að reyna að snúa sér úr klípunni.  Með að fullyrða eins og sumir, að það er ekkert lengur að marka skoðanakannanir þegar niðurstaðan er er ekki þóknanleg?  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:24

23 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Hjalti.  Þú spyrð í tvígang hvaða alþjóðaskuldbindingar við brjótum ef við höfnum Icesave.  Málið er mjög einfalt. Geir Haarde Ingibjörg Sólrún og Árni Matthiesen samþykktu fyrir rúmu ári síðan að deilan skyldi ekki fara fyrir dómstóla heldur skyldi samið um hlutina og varð það gert með þeim hætti að við skiptum með okkur bagganum sem Landsbankinn skyldi eftir sig.  Sparifjáreigendur í Hollandi og Bretlandi fengu allar sínar innistæður greiddar á sama hátt og viðskiptavinir Landsbankans hér á landi.  Við borguðum innistæðueigendum upp að 20 þús evrum en Bretar og Hollendingar borguðu sínu fólki afganginn. Þetta er alþjóleg skuldbinding sem er þekkt um alla Evrópu. Með því að brjóta hana erum við að dæma okkur í miklu verri og langvinnari vandamál.  Það er hámark barnaskaparins að halda það að með því að segja nei við Icesave séum við sloppin við að allt.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 19:05

24 identicon

Þórdís, þú ert að grínast, er það ekki ?? 70% segja nei og það er sigur andstæðinganna...

Ef þér er alvara þá er það í þjóðarþágu fyrir þá sem standa þér nærri að hringja STRAX í mennina í hvítu sloppunum !!! STRAXXXXX

Skammfylkingin er engu lík, ekki einu sinni þeim sem sannarlega ERU lík.

runar (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:14

25 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sæll Rafn.  Það er rétt hjá þér að þetta mál er ekki einfalt og það er erfitt að vera með skotheldar sannanir í málinu. Tilefni þessara skrifa núna var það að eftir margra daga áróður og mikinn hug í andstæðingum Icesave samkomulagsins þá tókst þeim aðeins að ná 5000 atkvæðum á móti Icesave í þessari ,,þjóðaratkvæðagreiðslu".  Þetta er auðvitað ekki marktæk könnun.  Mín skoðun er sú að stuðingur við Icesave fari ört vaxandi og þessi þjóðarkosning er skýrt merki um það.  Auðvitað vill engin borga ef honum er talinn trú um að það hafi engar afleiðingar.  Það sem er að breytast er að þessi barnalegi útúrsnúningur og áróðursbragð andstæðinga Icesave er að hætta að virka. Fólk er að sjá í gegnum áróðursþokuna sem búið er að þyrla upp undanfarna mánuði.  Auðvitað losnum við ekki við neitt með því að hafna Icesave heldur lendum við í miklu erfiðari stöðu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 19:20

26 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Rúnar þú ert skemmtilegur en lestu nú skýringar mínar hér að ofan og þá lætur þú sannfærast það er ég viss um.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.12.2009 kl. 19:26

27 identicon

Þú ert líka krútt. Ég las skýringarnar en lét eigi sannfærast. Hafðu það samt gott um jólin.

Kveðja

Rúnar

runar (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 15:28

28 identicon

Þessi kosning á Eyjunni var alltaf frá upphafi tómt bull og meira gert til að skapa umræðu en að vera raunverulegur spegill þjóðarinnar.  Hins vegar langar mig að vita á hverju þú byggir þessa skoðun þinni að það yrði yfirgnæfandi stuðningur við að samþykkja Icesave samninginn.  Hvar er allt þetta fólk? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband