Bjarni Ben á furðufundum.

Það voru kaldar kveðjur sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk í Reykjavíkurbréfinu í dag sem vafalaust eru skrifaðar af Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni flokksins.

Þar hæðist Davíð af tilraunum stjórnar og stjórnarandstöðu til að ná sáttum í Icesavedeilunni. Þar birtir hann mynd af fundi stjórnar og stjórnarandstöðunni sem hann kallar furðufundi.  Framar í blaðinu var Agnes Bragadóttir að rembast við álíka húmor af sama tilefni. Davíð klikkir út með því að segja að skipan þverpólítískrar samningarnefndar sé óráð.

Hver stjórnar eiginlega Sjálfstæðisflokknum.  Í gær var t.d. birt yfirlýsing frá félagi Íslenskra stórkaupmanna en forystan í þeim félagsskap hefur löngum verið skipuð innvígðum sjálfstæðismönnum.  Þar fagna þessi hagsmunasamtök innflytjenda hugmyndum Bjarna og annarra forystumanna um þverpólítiska samninganefnd.

Hvenær ætlar Bjarni Benediktsson að stoppa Davíð Oddsson af. Ætlar hann að láta þennan heiftúðuga mann eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni þarf að sýna svo ekki verði um villst hver sé formaður í Sjálfstæðisflokknum. Annað er óráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú biður ekki um lítið Þórdís enda stórhuga kona. Er þér hjartanleg sammála um að nú sé kominn tími að Davíð rústi meiru en hann hefur þegar gert. Ef Bjarna Ben tekst að standa uppi í hárinu á Davíð og það virkar þá munu margir taka ofan fyrir honum. Það verða auðvitað einhverjir fúlir og þá er það bara þannig.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 01:08

2 Smámynd: Halla Rut

Er Davíð að stjórna Sjálfstæðisflokknum með því að segja skoðun sína á þessum fundum? Ekki get ég beint séð hvernig þú færð það út.

Er þá ekki einnig Þorsteinn að stjórna flokknum en hann skrifa greinar alla daga í öll blöð sem mögulegt er. 

Halla Rut , 25.1.2010 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband