Er hægt að starfa með Vinstri Grænum?

Dapurlegt var að hlýða á fulltrúa VG í eldhúsdagsumræðunum í sjónvarpinu í gærkvöldi.  Þar telfdi Steingrímur fram þeim þingmönnum VG sem hatrammastir eru á móti ESB.  Þetta vekur upp spurningu um hvort VG eru yfirleitt samstarfshæfir. 

Málatilbúnaður VG er með slíkum ólíkindum að þeir eru við það að sprengja sig út úr Íslenskri pólítík.  Hvers vegna í ósköpunum má ekki sækja um aðild að ESB og kanna hvað þeir hafa að bjóða og kjósa svo um það í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ekkert er eðlilegra og ekkert er sjálfsagðara það hljóta allir réttsýnir menn að sjá. 

Samfylkingin þarf greinilega að fara að hugsa sinn gang það eru takmök fyrir því hvað lengi er hægt að púkka upp á þetta steinaldarfólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband