Alþingi til skammar.

Var að að fylgjast með störfum Alþingis á laugardaginn í sjónvarpinu.  Er skemmst frá því að segja að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds að fylgjast með störfum aþingismanna þennan dag.

Er þetta virkilega blómi þjóðarinnar, því langt er síðan ég hef orðið vitni að annarri eins meðalmennsku mér liggur við að segja lágkúru.  Engu máli skiptir hvort þingmenn voru í stjórn eða stjórnarandsöðu.  Forseti þingsins virðist gat ekki einu sinni gefið upplýsingar um hvort gefið yrði matarhlé eða ekki og hvort gert væri ráð fyrir hvort haldinn yrði  kvöldfundur eða ekki.  Þessi tilgangslausi hroki gaf stjórnarandstöðu þingmönnum endalaus tilefni til að fara í pontu og spyrja um þessa sjálfsögðu hluti.

Sömuleiðis var framkoma stjórnarandstöðu þingmanna fyrir neðan allar hellur.  Það er búið að stagast á þessu  Icesave máli svo mánuðum skiptir. Það er auðvitað óforsvaranlelgt að halda úti endalausu málþófi í stað þess einfaldlega að kjósa um þetta mál. 

Allir vita að málþóf getur ekki endað nema á einn veg og því eru þingmennirnir eingöngu að skemma fyrir störfum þingsins. Auðvitað verður lýðræðið að hafa sinn gang hvort sem okkur líkar það betur eða ver. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband