Enn mala háttvirtir þingmenn.

Á meðan að stjórnarflokkarnir róa lífróður til að bjarga okkur upp úr ógöngunum með óvinsælum aðgerðum sem snerta hag allra hópa í samfélaginu standa stjórnarandstöðuþingmenn upp í pontu hver eftir annan og mala og mala.

Ekkert kemur frá þeim af viti náttúrulega bara kvart og kvein. Þeir setja sig á háan hest þeir, þau hin sömu og sigldu þjóðarskútunni í strand. Er þetta ekki makalaust.  

Nú er okkur boðið upp á það að horfa á þessi ósköp í beinni útsendingu og hvet ég fólk til þess að notfæra sér það sér til fróðleiks. Eftir að hafa horft á þessa leiksýningu öðru hverju núna síðustu daga verð ég því miður að taka undir með Steingrími J. fjármálaráðherra þegar hann efast um það að þingið geti klárað þessi erfiðu mál sem nú liggja fyrir og verður að klára strax. 

Meðalmennskan ríður ekki við einteyming hjá stjórnarandstöðunni og ekki nóg með það að þeir virðast vera algjörlega óábyrgir.  Lýðræðið verður að hafa sinn gang þó að niðurstaðan sé ekki alltaf eftir höfði manns og þeir sem geta ekki horfst í augu við þessa augljósu staðreynd eiga ekki að sitja á Alþingi. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband