Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.12.2007 | 20:55
Öfgamenn?
Verð að segja að mennirnir sem fram hafa komið og talað fyrir Siðmennt eða Vantrú minna mig óþægilega mikið á öfgatrúarmenn. Þeir virka eitthvað svo heiftugir og harðir. Það getur ekki verið að þeir haldi að kristinfræðikennsla sé svona hættuleg frekar en önnur trúarbragðafræðsla.
Það er ekkert Kristniboð í skólum landsins eins og þeir sem þekkja til hafa greint frá. Þar er trúarbragðakennsla.
Afhverju fara félagar úr nefndum félagasamtökum bara ekki í skólana og boða sína vantrú eða siðmennt . Viss um að þeim er það velkomið.
8.12.2007 | 11:19
Yfirvegaður þáttur.
Góður þáttur á ÍNN (á rás 20 digital) kl 21 í gær þar sem Sóley Tómasdóttir og Anna Katrín Guðmundsdóttur voru gestir Ólínu Þorvarðardóttur þáttarstjórnanda. Það var öðruvísi að horfa á þátt þar sem gestir voru ekki í stríði hvor við annan eða í kapphlaupi við tímann. Engin frammígrip eða taugaveiklun allt var svo afslappað. Er þetta munurinn á karlægum stjórnarháttum og kvenlægum í þáttargerð? Mér fannst þetta skemmtileg tilbreyting frá þessu hefðbundna hanaati sem einkennir yfirleitt umræðuþætti.
Sóley hafði á orði að hún og Egill Helgason ætluðu að hittast yfir kaffibolla og friðmælast. Frábært. Það er fyrsta skrefið í að þátturinn hans færist upp á hærra plan. Ekki þar fyrir Egill er ágætur hann er bara barn síns tíma, Fulltrúi þeirrar menningar sem hann og við erum alin upp við.
Voðalega var leiðinlegt að sjá blaðagrein Þorsteins J. þar sem hann opinberaði skilningsleysi sitt á mikilvægi þátttöku kvenna í umræðuþáttum um þjóðfélagsmál.
7.12.2007 | 23:46
Mikil yfirvegun.
Góður þáttur í kvöld á ÍNN (á rás 20 digital) kl 21 þar sem Sóley Tómasdóttir og Anna Katrín Guðmundsdóttur voru gestir Ólínu Þorvarðardóttur þáttarsjtórnanda. Það var öðruvísi að horfa á þátt þar sem gestir voru ekki í stríði hvor við annan eða í kapphlaupi við tímann. Engin frammígrip eða taugaveiklun allt var svo afslappað. Er þetta munurinn á karlægum stjórnarháttum og kvenlægum í þáttargerð? Mér fannst þetta skemmtileg tilbreyting frá þessu hefðbundna hanaati sem einkennir yfirleitt umræðuþætti.
Sóley hafði á orði að hún og Egill Helgason ætluðu að hittast yfir kaffibolla og friðmælast. Frábært. Það er fyrsta skrefið í að þátturinn hans færist upp á hærra plan. Ekki þar fyrir Egill er ágætur hann er bara barn síns tíma, Fulltrúi þeirrar menningar sem hann og við erum alin upp við.
Voðalega var leiðinlegt að sjá blaðagrein Þorsteins J. þar sem hann opinberaði skilningsleysi sitt á mikilvægi þátttöku kvenna í umræðuþáttum um þjóðfélagsmál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2007 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 21:46
Einhvers staðar verður fólk að búa.
Í Kastljósi kvöldsins var tekið viðtal við hjón sem hafa lent utan gátta í lífinu vegna alkahólisma. Þau passa ekki inn í úrræði félagslega öryggisnetsins okkar.
Hjónin sátu í kuldagöllunum sínum á frostkaldri jörðinni í rifnu tjaldi í Laugardalnum með nokkur lög af ullarteppum undir sér.
Manneskjurnnar tvær virkuðu fráhrindandi við fyrstu sýn. Þau sátu þarna innan um eitthvað óhrjálegt dót, voru með sorgarendur undir nöglunum og svo voru þau með mýs fyrir gæludýr sem þau kepptust um að halda á og sýna okkur. Sprittkerti var eina kyndingin þegar þau eiga fyrir eldspítum. Þau eru með steríotæki, útvarp, passa sig að hafa ekki hátt stillt svo þau trufli engan.
Eins óspennandi og undirritaðri finnst mýs vera var það samt í gegnum mýsnar sem innri maður hjónanna fór að sjást og þau fóru að vera viðkunnanleg og hlýlegt fólk. Þau vantaði stærra búr svo betur færi um mýsnar.
Það var eins og þau væru ekkert gera kröfur til samfélagsins, engin frekja, engin barátta. Kannski búin að gefast upp á því. Líklega finnst þeim eins og það sé þeim sjálfum að kenna hvernig komið er.
Hjónin eru búin að vera á biðlista um félagslegt húsnæði í mörg ár. Íbúðirnar sem sveitarfélag þeirra á hentar eflaust ekki. Allt í lagi , það er hægt að ímynda sér það en hvað er þá til ráða.
Hér er hugmynd. Sveitarstjórnarmenn, kaupið lítil, hús, 10 fm. hús eins og dúkkuhús, verkfærahús eða eitthvað. Plantið þeim niður á túnum, í kjarri í skógi. Þar getur fólk, eins og hjónin í Kastljósinu búið. Betra en að búa í rifnu tjaldi. Betra en að sofa undir tré. Heyrst hefur að á hinum norðurlöndunum sé þetta gert og þar eru oft líka notuð hjólhýsi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2007 | 11:33
Núverandi réttarkerfi framleiðir öryrkja.
27.11.2007 | 20:39
Að mæta eða mæta ekki.
Verð að viðurkenna að ég hef ekki horft á Silfur Egils lengi. Mér finnst hann ekki skemmtilegur lengur. Viðurkenni líka að ég veit ekki alveg afhverju talsmenn feminista neituðu að mæta hjá Agli. Veit hins vegar að það að þær mættu ekki vakti mikla athygli sem er gott. Treysti feministum sjálfum til að vita hvar þær eiga og vilja mæta.
Vil hér með nota tækifærið og þakka feministum sem stundum eru kallaðar ,,yfirstéttafeministar" af óvinum sínum (það er með vægari ónefnum sem þær þurfa að þola), fyrir óeigingjarnt og gott starf í mannréttindamálum.
Sigrar þeirra smáir og stórir koma ekki bara ,,yfirstéttakonum" til góða heldur munu sigrarnir ná niður allan skalann þ.e. til láglaunakvenna, karla og þá um leið allra barna.
Kvenréttindi, mannréttindi. Á meðan feministar eru kallaðar illum nöfnum vitum við að fólk er að hlusta. Um það snýst málið. Dropinn holar steininn. Áfram feministar.
Ps. kemur til greina að hætta að nota orðið feministar? Það hleypur svo illu blóði í marga.
![]() |
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2007 | 18:37
Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir sig úr flokknum.
Það ætlar ekki af Framsóknarflokknum að ganga. Nýjustu tíðindin eru þau að Anna Kristinsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi hefur sagt sig úr flokknum og ástæðan er sú að forysta flokksins skilur ekki óskir og vilja almennra Framsóknarmanna.
Þessi uppákoma kemur ekki á óvart. Svo virðist vera að Framsóknarflokkurinn sem á tímum Steingríms Hermannssonar var félagshyggjuflokkur hafi siglt algjörlega í strand. Fyrrverandi stuðningsmenn Framsóknarflokksins, félagshyggjufólkið styðja núna augljóslega Samfylkinguna. Því má segja að hluti Samfylkingarinnar samanstandi af gamla Framsóknarflokknum þegar hann var og hét.
Það skiptir engu máli í þessu sambandi þó Guðni sé skemmtilegur á bak við eldavélina. Framsóknarflokkurinn var of lengi með hægri stefnu í algjörri andstöðu við almenna flokkksmenn þannig að ekki verður aftur snúið. Halldór Ásgrímsson sem á alla almenna mælikvarða er talinn greindur maður virðist aldrei hafa skilið almenna Framsóknarmenn og er það með algjörum ólíkindum og því fór sem fór.
5.11.2007 | 18:56
Ómaklegar árásir á lágvöruverslanir.
Ótrúlegur vandræðagangur hefur verið á verðkönnunum Verkalýðshreyfingarinnar. Það er eins og að menn hafi alveg gleymt því að úrtakskannanir með tiltölulega fáum einingum geta gefið niðurstöður sem gefa rétta mynd af heildinni með 95 til 100% líkum. Þessar stóru kannanir sem byggja á því að skoða hillurverð er ávísun á vandræðagang. Staðreyndin er sú að lágvöruverslanirnar Bónus og Krónan hafa varið kaupmátt launþega meira en nokkrir aðrir. Þegar öll þjónustan er að hækka og vextirnir eru að hækka hafa þessar verslanir haldið sínu striki og haldið vöruverðinu lágu. Þá má nefna að Bónus er með sama vöruverð um allt land og það hefur engri annarri verslunarkeðju tekist áður.
Í sjónvarpsfréttum í gær steig fram á sviðið fulltrúi Samkaupa og hafði stór orð um lágvöruverslanirnar en spyrja mætti þennan talsmann hvaða munur er á verði hjá honum í Samkaupum í Keflavík annars vegar og í Samkaupsverslunum úti á landi hins vegar. Þar yrði örugglega fátt um svör.
Það er með ólíkindum hvernig fólk og fjölmiðlar hamast á lágvöruverslununum Bónus og Krónunni sem standa upp úr í íslensku viðskiptalífi.
4.11.2007 | 17:06
Svandís og sameining félagshyggjufólks.
Eftir vasklega framgöngu Svandísar Svavarsdóttur í borgarstjórnarklúðrinu liggur nú fyrir að hætt er við sameiningu REI og Geysis. Þarna virðist vera að koma fram á sjónarsviðið foringi hjá VG sem vekur vonir um að hægt sé að framkvæma það sem Steingrími J. hefur mistekist þ.e. að stuðla að sameiningu vinstri manna.
Eins og kunnugt er stofnaði Steingrímur J. VG af því að hann féll í formannskosningu hjá Alþýðubandalaginu fyrir Margréti Frímannsdóttur. Þetta útspil Steingríms varð til þess að skapa sundrungu meðal félagshyggjufólks á Íslandi í stað þess að sameina það sem hefur verið draumur vinstri manna og félagshyggjufólks um langa hríð.
Með Svandísi er vonandi komin fram sá sterki foringi hjá VG sem með samvinnu við forystumenn Samfylkingarinnar getur sameinað VG og Samfylkinguna í einn stóran jafnaðarmannaflokk
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2007 | 22:14
Sagan ,,Tíu litlir negrastrákar" var ekki græskulaust gaman.
Það má segja Íslendingum til vorkunnar að þeir, þar á meðal ég, áttuðu sig ekki á alvöruni og fordómunum sem eru á bak við barnabókina ,,Tíu litlir negrastrákar". Í raun og veru er ekkert skemmtilegt lengur við þessa bók þegar maður þekkir þann jarðveg sem þessi 100 ára saga er sprottin úr. Með þá vitneskju í huga er auðvitað út í hött að þessi bók hafi verið gefin út aftur. Það lærði ég eftir að hafa lesið mjög fróðlegan pistil eftir Gauta B. Eggertsson þar sem hann gerir grein fyrir þessari sögu á mög skilmerkilegan hátt. Legg til að allir lesi framlag Gauta á blog.central.is.