Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.10.2007 | 12:15
Morgunblaðið skammar Sigurð Kára
Bragð er að þá barnið finnur. Í staksteinum Morgunblaðsins í dag er fjallað um ,,hina gáfuðu" ungu morfís frjálshyggjumenn Sjálfstæðisflokksins. Tilefnið er sú fáránlega tillaga Sigurðar Kára að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum.
Sérstaka athygli vekur að morfísmaðurinn Guðlaugur Þór tekur undir þessa vitleysu. Þá má nefna sálufélaga Sigurðar Kára, Gísla Martein Baldursson sem hefur á mjög skömmum tíma gert slík axarsköft í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að mjög vafasamt er að flokkurin beri þess nokkurn tímann bætur og muni vera í minnihluta um ókomin ár.
Skýringin á frama þessara misgáfuðu einstaklinga er sú að þeir eru allir góðir ræðumenn. En ræðumennska er í mesta lagi 1% af þeim hæfileikum sem stjórnmálamenn verða að hafa til að bera. Þessir morfísfélagar falla að öllum líkindum undir þann flokk manna sem verða að tala til að geta hugsað. Einkennin eru þau að í ræðustól eru þessir menn vel skipulagðir og koma frá sér öllu því sem þeir hafa heyrt um eitthvað málefni á mjög trúverðugan hátt. En vandinn er sá að um leið og þeir koma úr ræðupúltinu þá hverfur allt skipulagið og eftir stendur óskipulögð meðalmennska.
Ræðumennska er mjög ofmetin í íslenskum stjórnmálum en hún er í raun ákveðin náðargáfa en segir ekkert um hæfileika einstaklingaað öðru leiti. Þannig er t.d. Guðlaugur Þór orðin heilbrigðisráðherra eingöngu út á góða ræðumennsku. Til vitnis um það er að hann sjálfur heilbrigðisráðherrann skuli styðja þá fáránlegu tillögu Sigurðar Kára að heimila sölu áfengis í matvöruveslunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2007 | 21:33
Rökleysa í vínumræðunni.
Með því að byrja að selja bjór var ekki verið að auðvelda aðgengi að áfengi heldur var verið fjölga tegundum áfengis í vínbúðunum. Enda var það bara viðurkenning á þeim staðreyndum að bjór var seldur í öllum öðrum löndum og honum var smyglað til landsins í miklu magni. Þetta er allt annað mál.
Önnur dæmalaus rök sem menn hafa oft á takteiknum er sú skoðun að með því að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum muni það leiða til meira úrvals og betri þjónustu. Þessu er bara ekki hægt að vera sammála.
Reynslan annarsstaðar sýnir að þessi breyting muni minnka úrvalið og gera þjónustuna lakari og athyglisvert er að fylgjendur aukins aðgengis að áfengi hafa aldrei bent á neitt land þar sem þessi breyting hefur gefist vel.
Í alvöru býst einhver við því að í stórmörkuðunum verði starfsmaður til að leiðbeina og ráðleggja viðskiptavinum hvaða tegund passi best með humarnum eða steikinni?
Í Danmörku þar sem aðgengið að víni er hvað best, fer fólk umvörpum til Svíþjóðar eftir gæðavínum því þar er vínið einmitt í sérverslunum með tilheyrandi úrvali og sérfræðiþjónustu.
Svo er spurning hvort ekki eigi að taka allt tóbak úr matvöruverslunum og sjoppum og selja það eingöngu í vínbúðunum? en undirrituð getur því miður ekki státað að þeirri snilldarhugmynd

22.10.2007 | 21:59
Er áfengi í matvörubúðir lausnin?
Sumum finnst það aldeilis mikið þjóðþrifamál að leyfa sölu á víni og bjór í matvörubúðum. Þar eru þeir fremstir í flokki frjálshyggjumennirnir í Sjálfstæðisflokknum, '.
Ef þetta nær fram að ganga skrá hugsjónamennirnir sjálfa sig á spjöld sögunnar og verða frægir en á kostnað hverra?
Þeir blása á viðvaranir, reynslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við málið þar sem fram kemur svo óyggjandi sé að slíkt fyrirkomulag auki áfengisneyslu fólks ekki síst ungmenna, með tilheyrandi heilsufarsvandamálum og kostnaði fyrir samfélagið
Af umræðunni er ljóst að t.d.foreldrum unglinga á áhættualdri, mökum alkahólista, börnum alkahólista eða þeim sem eru á mörkum þess að vera að ,,falla" vilji ekki þessar vörur í búðirnar.
Það er ekki ofmælt að í frjálshyggjunni gleymist mannlegi þátturinn oftar en ekki. Þar ræður nefnilega eiginhagsmunahyggjan og gróðrasjónarmiðið mestu en samhyggjan og stuðningurinn minnstu. Hvað ræður þessari ofuráherslu á það að matvöruverslanir taki við sölunni á víni?
Flestum ber saman um að Vínbúðirnar í dag séu að veita mjög góða þjónustu, hafi mikið úrval góðra vína og séu vel aðgengilegar. Þannig að hagræði þeirra sem vilja kaupa vín í matvörubúðum er ekki mikið miðað við alla þá ókosti sem það hefði fyrir þjóðfélagið og rakið er hér að framan.
Til viðbótar er auðvitað alveg sjálfsagt að ríkið græði á áfengisölu og lækki þannig skattana okkar.
Ég trúi ekki að óreyndu að jafnaðarmenn og félagshyggjufólk styðji þetta frumvarp frjálshyggjumanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2007 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.9.2007 | 17:35
Velferðarkerfið.
Heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er skýrasta dæmið um hvernig frjálshyggjan, kapítalisminn virkar í raun. Það er þess vegna sem mér er það hulin ráðgáta hversu mikið sú vonlausa hugmyndafræði höfðar til margra Íslendinga og að enn einu sinni skuli Sjálfstæðisflokkurinn fá nægjanlegt fylgi til að vera við stjórnvölinn þrátt fyrir að á síðasta kjörtímabili hefur fólk þurft að að greiða beint till heilbrigðiskerfisins sífellt stærri hluta af kostnaði þeirra. Fyrir nokkrum árum þurfti fólk ekki að borga neitt fyrir heilbrigðisþjónustuna hún var greidd alfarið með sköttum landsmanna en nú er staðan sú að skattbyrðin hefur aukist á lægri laun og til viðbótar borgar fólkið 15 til 20 % af kostnaðinum við heilbrigiskerfið beint úr eigin vasa. Það segir sig sjálft að ef áfram er haldið á sömu braut mun það áður en lang um líður leggja velferðarkerfið í rúst.
![]() |
Clinton setur fram hugmyndir að samræmdu heilbrigðistryggingakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2007 | 17:08
Hver er tilgangurinn.
Segi nú bara eins og síðast þegar ég bloggaði. Hver var tilgangurinn? Höfundurinn háheilagur í framan í viðtali. Steinhissa að einhver skyldi móðgast út af auglýsingunni sem minnti mjög á síðustu kvöldmáltíðina úr Biblíusögunum. Ég ætla nú að leyfa mér að fullyrða, nærri því a.m.k. að tilgangurinn hjá honum hafi verið gróðasjónarmið fyrir umbjóðendur hans og ekkert annað og ætla líka að fullyrða að höfundurinn hafi alveg vitað hvað hann var að gera. En kannski hef ég ekki rétt fyrir mér. Segi bara svona
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2007 | 10:24
Hver er tilgangurinn?
Hver er tilgangurinn með því að birta þessa umdeildu mynd. Er það til að efla samstöðu og frið í samfélaginu? Draga úr fordómum kannski? Efla umburðarlyndi? Eykur þessi myndbirting ekki einmitt bara leiðindi, einelti, ófrið slagsmál og fl. og fl. Óskaplega er maðurinn kominn efitthvað stutt á þróunarbrautinni. Ekki furða þó að allt logi í stríði og hörmungum víðs vegar um heiminn.
Það hlýtur að vera hægt að standa fast á sínu hvað varðar siði, venjur og trú án þess að móðga eða ögra öðrum. Umburðarlyndi er eitt af aðalsmerkjum flestra trúarbragða held ég.
![]() |
Dönsk blöð birta Múhameðshundinn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2007 | 23:28
Vond þróun.
![]() |
Gjöld í heilbrigðiskerfinu í engu samhengi við kostnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2007 | 22:12
Röng ákvörðun.
14.8.2007 | 13:46
Óundirbúnir fréttamenn.
Dæmalaus frétt var á stöð 2 í gærkvöldi. Í tilefni þess að skólarnir eru að byrja fór fréttamaður inn í eina af stóru bókabúðum landsins og spurði um verð á ákveðinni tegund skólatösku. Svarið var að skólataskan kostaði 10.900.- kr . Þar sem fréttamaðurinn vissi að nákvæmlega sama taskan kostar 7200.- kr. út úr búð í Danmörku spurði hann talsmann verslunarinnar hvernig stæði á þessum mismun sem er í kringum 50%. Talsmaður verslunarinnar setti sig í spekingslegar stellingar og sagði ástæðurnar vera tollar og virðisaukaskattur. Jahá þarna var svarið komið. Fréttamaðurinn þakkaði skýr svör og yfirgaf svæðið.
Hvers konar fréttamennska er þetta eiginlega. Hvað er hið rétta í málinu? Auðvitað er virðisaukaskattur líka í Danmörku. Er kannski ekki virðisaukaskattur á skólatöskum í Danmörku eins og hér? Það var ekki upplýst í fréttinni. Það hefði fréttamaðurinn auðvitað átt að vera búinn að kynna sér. Í öðru lagi spurði hann ekki augljósustu spurningarinnar þ.e. hver álagningin væri á skólatöskum í versluninni en ekki er ólíklegt að þar væri að finna stóran hluta skýringarinnar. Sjónvarpsáhorfendur eiga a.m.k. að fá upplýsingar um svo mikilvægt atriði. Nei fréttamanninnum fannst ekki ástæða til að spyrja um slíka smámuni.
Miklu betra er að fréttamenn sitji heima heldur en að fara óundirbúnir í spurningaleiki sem gefa kolranga niðurstöðu eins og þetta litla dæmi sýnir glöggt. Sjónvarpsáhorfendur eru skildir eftir með þá ,,vitneskju" að 50% munur á verði á skólatöskum hér og í Danmörku sé vegna þess að á Íslandi er virðisaukaskattur!
10.8.2007 | 12:29