Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kvenréttindakonur.

Ekkert kemur af sjálfu sér.  Staða kvenna er árangur langrar baráttu.  Danski rithöfundurinn Karen Blixen orðaði þetta svona árið 1953 í ræðu.
"Jeg ved, i hvad gæld jeg står til de gamle kvindesagskvinder i deres grav. 
Når jeg selv i mit liv har kunnet studere, hvad jeg ville og hvor jeg ville, når jeg har kunnet rejse alene verden rundt, når jeg frit har kunnet få mine ideer frem på tryk, ja, når jeg i dag kan stå på en talerstol , så skylder jeg disse kvinder det, og der er få mennesker, som jeg agter og ærer höjere,,
Á þetta ekki ennþá við 54 árum seinna.

Skattalækkanir hægri manna.

Nú í vikunni boðaði Hannes Hólmsteinn til ráðstefnu um skattalækkanir með bandarískum hagfræðiprófessorum. Í fáum orðum var niðurstaða ráðstefnunnar sú að lækka bæri skatta bæði á fyrirtæki og einstaklinga. Þarna birtist draumur hægri manna um að lækka skatta og helst af öllu að afnema þá þannig að hver fjölskylda kaupi bara þá þjónustu sem hún þarf á að halda s.s. heilbrigðisþjónustu, skóla og löggæslu.

Áróður hægri manna gengur út á það að skattar sé neikvætt fyrirbæri sem beri að afmá vegna þess að skattarnir fari í einhverja botnlausa hít og óráðsíu. Hvaða bull er hér á ferðinni eiginlega. Í þessu er mesti misskilningur hægri manna fólginn.  Skattar eru ekkert annað en það að þjóðfélagið ákveður að leggja til hliðar ákveðinn hluta tekna fólks mismunandi mikið eftir efnum og ástæðum hvers og eins til að standa undir sameiginlegum kostnaði og skiptir þar mestu máli heilbrigðisþjónusta, skólar og fjölskyldubætur. Rannsóknir sýna að á Íslandi er mjög lítil spilling hjá opinberum aðilum þannig að fólk getur treyst því að skattarnir eu notaðir til þess að borga opinbera þjónustu sem þegnarnir fá ókeypis eða greiða aðeins fyrir lítinn hluta kostnðarins.

Í þessu sambandi er mjög athyglisvert að á norðurlöndunum t.d Danmörku eru skattarnir mun  hærri en á Íslandi en samt sem áður er hvergi meiri ánægja með skatta og velferðarkerfið en þar. Afhverju skyldi þetta vera?  Þessar niðurstöður er alveg í mótsögn við það sem Hannes og félagar eru að halda fram. Ástæðan er sú að Danir skilja út á hvað þetta gengur.  Þeir borga háa skatta en þeir fá einnig mikið til baka og það er kjarni málsins.  Í Danmörku er heilsugæslan ókeypis, skólarnir ókeypis og meira að segja fá ungmenni styrki til að fara í framhaldsskóla, auk þess eru margvíslegar bætur til fjölskyldna þegar þær eru að ala upp börnin og þurfa mest á stuðningi að halda.

Á hinum endanum eru skattar og velferðarkerfi Bandaríkjanna sem er fyrirmyndaríki  Hannesar og félaga.  Þar þarf fjölskylda sem ætlar að senda unglinga í grunnnám háskóla að greiða eina og hálfa til tvær milljónir í skólagjöld á ári fyrir hvern ungling og ef þú borgar ekki háar stjúkratryggingar þá færðu 3ja flokks sjúkraþjónustu. Vegna ömurlegs velferðarkerfis í Bandaríkjunum eru  milljónir manna ólæsir og óskrifandi í þessu ríkasta þjóðfélagi heims.

Er þetta það sem við kjósum fyrir íslenskt þjóðfélag. Því miður virðist vera einbeittur vilji hægri manna til að koma þessu kerfi á hér á landi hvað sem þeir annars segja því áframhaldandi skattalækkanir á einstaklinga geta ekki leitt til annarrar niðurstöðu.  Sem betur fer eru jafnaðarmenn með hægri mönnum í ríkisstjórn núna. Því verðum við að vona að Ingibjörg Sólrún, Björgvin, Jóhanna og fl. haldi vöku sinni til að koma í veg fyrir að hægri menn nái markmiðum sínum.


Íslenskir karlmenn.

Íslenskir karlmenn ættu að giftast japönskum konum og festa þannig enn betur lengri lífaldur í genamengi íslensku þjóðarinnar góð kynbót það.  Ættu þá ekki bæði kynin eftir að lifa jafnlengi?
mbl.is Japanskar konur og íslenskir karlmenn lifa að meðaltali lengst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusmodelið í sérverslunum.

Eins og flestir eru sammála um hefur Bónus unnið þrekvirki í smásöluverlun á landinu.  Lágt vöruverð á nauðsynjavörum hefur verið þeirra sérstaða og meira að segja hefur þeim tekist að hafa sama vöruverð um allt land.  Það er meiri árangur en nokkur verslunarkeðja hefur náð fyrr og síðar.  T.d.  náði Sambandið og kaupfélögin aldrei þessu markmiði.

Bónusmodelið ef svo má segja hefur gengið út á það að hafa tiltölulega fáa starfsmenn í verslunum og hafa neytendur  bjargað sér sjálfir enda eru hér um að ræða einföld vörukaup s.s. matvörur og aðrar nauðsynjavörur til heimilishalds.

Þetta er rifjað upp hér þar sem undirrituð fór í gær í tvær sérverslanir í Smáralind önnur selur tilbúinn fatnað fyrir bæði kynin og hin tölvur og aðrar tæknivörur.  Mér sýnist að Bónusmodelið sé komið í þessar verslanir líka þ.e. mjög fáir starfsmenn. Eftir að hafa staðið dágóða stund og gengið hring eftir hring í leit að starfsfólki án árangurs ákvað ég að yfirgefa svæðið. Þetta starfsmannamodel gengur ekki upp í sérverslunum.

Hér er verið að selja sérhæfðar vörur og viðskiptvinurinn þarf að fá þjónustu og skýringar starfsfólks sem hefur þekkingu á þessum vörum. Eftir þessa verslunarferð er mín niðurstaða sú að það þarf fleiri starfmenn í stóru sérverslanirnar til að gera kúnnann ánægðan og verslunin blómstri. Ég fæ ómögulega skilið að verslun geti gengið ef allir kúnnarnir sem slæðast inn í verslanirnar lenda í eyðimerkurgöngu í leit að starfsfólki.


Að kjafta upp íbúðaverð.

Á undanförnum dögum og vikum hafa dunið á okkur fréttir úr fjölmiðlum um að íbúðaverð sé að hækka mikið, salan sé að stóraukast og mikil bjarsýni ríkjandi á þessum markaði. Í þessu sambandi er vitnað í fasteignasala, hagfræðinga í greingardeildum bankana og fleiri.  Hvað er svo á bak við þetta moldviðri? Samkvæmt opinberum tölum lækkaði íbúðaverð í júní um 0,5%. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 9% á sama tíma og verðbólgan hefur verið 6.5%. Raunhækkun íbúðaverðs hefur verið rúm 2% á þessu tímabili eða heldur minni en aukning kaupmáttar á sama tíma. Til samanburðar hefur úrvalsvísitala hlutabréfa í kauphöll Íslands hækkað um  a.m.k. 40%. Hvern er verið að blekkja með þessum kjaftagangi? Allir vita að veislunni er að ljúka. Kaupmáttaraukning sem byggst hefur á fjárfestingum og erlendum lántökum fer minnkandi. Er verið að blekkja unga fólkið til að þess að það ráðist strax í íbúðarkaup áður en verðið hækkar ennþá meira?  Fáránleiki þessa kjaftagangs kemur ekki síst fram í því að á sama tíma og að þessir aðilar eru að boða hækkun íbúðarverðs þá hafa aldrei erið til fleiri nýjar og óseldar íbúðir. Þessi hagfræði gengur ekki upp. Hér er verið að reyna að kjafta upp íbúðarverð af aðilum sem hafa beinan hag af því að íbúðarverð hækki.

Hverjir bera ábyrgð á verðhækkunum.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um að verðhækkanir í matvöruverslunum hafi verið meiri en efni stóðu til og eða að verðlækkanir hafi verið minni en efni stóðu til vegna lækkunar á virðisaukaskatti í mars og hagstæðrar gengisþróunar. ASÍ hefur gert verðkannanir og niðurstöður þeirra er út af fyrir sig enginn að gagnrýna. Spurningin er hins vegar sú hver er sökudólgurinn í þessu máli. ASÍ kennir smásöluverslununum um þetta allt saman. Hvað er í gangi? Nennir ASÍ ekki að gera almennilegar kannanir hvað þetta varðar? Auðvitað skiptir innkaupsverðið öllu máli. Ef innlendir framleiðendur hafa hækkað verðið til verslananna þá geta smásöluverslanirnar auðvitað ekki borið það.  Niðurstaðan er sú að ef ASÍ ætlar að draga ályktanir af verðkönnunum sínum verða þeir að nenna að gera almennilegar kannanir sem leiða hið rétta í ljós. Þa eru nefniega tveir endar á spítunni annars vegar innkaupsverð og hinns vegar útsöluverð


Jafnaðarþjóðfélag eða hömlulaus markaðshyggja.

Hægri stefna eða stefna jafnaðarmanna. Í þjóðfélagi búa eins og við vitum gáfaðir einstaklingar, miður gáfaðir einstaklingar, sterkir einstaklingar,veikir einsaklingar, andlega sterkir einstaklingar, þunglyndir einstaklingar og svo frv. Jafnaðarmenn vilja að allt þetta þjóðfélag gjörólíkra einstaklinga lifi af þanni að engin þurfi að líða skort. Hinn möguleikinn er sá að sterku og hæfileikaríkustu einstaklingarnir hafi hundrað þúsund sinnum meiri tekjur en hinir miður gáfuðu og veiku.  Spurningin er hvernig þjóðfélag viljum við. Þurfa sanngjarnir menn eitthvað að hugsa sig um hvort þeir vilji frekar.


Skaðvaldurinn Steingrímur.

Það var grátbroslegt að lesa viðtalið við Steingrím J.í Fréttablaðinu  þar sem hann lýsti því hvernig hann reyndi að binda hendur Samfylkingarinnar þannig að það yrði fyrst að tala við hann áður en hún mætti tala við aðra flokka.  Fram hefur komið að Stengrímur reyndi mikið að komast í samstarf með Sjálfstæðisflokkunm og hefur hann ekki neitað því. Að mínum dómi finnst mér að Steingrímur ætti að fara að hugsa sinn gang alvarlega. Nú boðar hann að nú skuli Samfylkingin fá að finna til tevatnsins. Hvert er markmið þessa manns í stjórnmálum.  Hann hafnaði að taka þátt í samstöðu vinstri manna þrátt fyrir áratuga baráttu vinstri manna um að ná stóru mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Hann kaus að rjúfa samstöðu vinstri manna og stofna eigin flokk án nokkurs tilgangs nema til að þjóna eigin duttlungum. Hvers vegna gat Steingrímur J. ekki tekið þátt í stofnun Samfylkingarinnar með Margréti Frímannsdóttur og öðrum jafnaðarmönnum.á sínum tíma. Svarið er eins og allir vita hann tapaði fyrir Margréti í formannskosningu í Alþýðubandalaginu. Þar með var stolt þessa mikla manns sært og í stað þess að fylkja liði með vinsti mönnum á Íslandi ákvað hann að stofna nýjan flokk með gömlu kommunum úr Alþýðubandalaginu. Nú er Steingrímur búinn að finna nýjan óvin sem er forysta Samfylkingarinnar. Markmiðið er að höggva á ný skarð í sameinaðan flokk vinstri manna á Íslandi. Hvað er eiginlega að þessum manni?  Ég veit að ég tala fyrir munn tugþúsunda vinstri manna á Íslandi sem eru búnir að fá yfir sig nóg af þessum kjaftaski. Er hann ekki búinn að skaða nóg samstöðu alþýðufólks á Íslandi.

Blaðið í dag.

Er búin að kíkja í þrjú dagblöð í dag og man mest úr Blaðinu. Þar var m.a. grein sem upplýsti að Ellen Kristjáns, söngkonan með krúttlegu röddina,  gaf húsgögnin sín til Götusmiðjunnar sem er flott.  Hún greindi frá öðru sem er ekki eins flott.Hún sagði, að yfirvöld borga ekki fyrir nám á grunnskólastigi fyrir 15 ára unglinga sem þar eru í meðferð.  Þetta getur ekki verið satt. Hlýtur að vera hægt að kippa því í liðinn. Ef lögheimilissveitarfélag unglinganna vilja ekki borga, sem er ótrúlegt ætti að vera hægt að biðla til auðkýfinganna góðu með lágu skattanaGetLost þeir gera það örugglega með glöðu geði.

 


Frjálshyggjan.

,,Sýnum augum lýtur hver á silfrið ''datt mér í hug þegar ég renndi augunum yfir pistil Hannesar Hólmsteins prófsessors hér á síðum.Þar lýsir hann kostum frjálshyggjunnar og vitnar í fræga erlenda fræðimenn. Trúr sinni sannfæringu bendir  hann félagshyggjufólki  á villu sins vegar og vísar þeim veginn, hinn eina rétta.  Sem betur fer eru ekki allir sama sinnis og hann en því miður allt of margir  Mörgum finnst frjálshyggjan jafn vitlaus og vonlaus eins og kommúnisminn er í sinni verstu mynd.  Frjálshyggjan hefur það að aðalmarkmiði að hámarka gróðann. Til að hámarka hann þarf ódýrt vinnuafl og að fá sem mest út úr því á sem skemmstum tíma.  Þar með er verið að nota fólk. Það virðist sem frjálshyggjan geri ráð fyrir að allir eigi þá ósk heitasta að verða ríkir.  Það er ekki þannig.  Mörgum nægir að vinna heiðarlega langan vinnudag og fara bara fram á að geta lifað af laununum sínum. Frjálshyggjuaðdáendur virðast líka gleyma að menn eru ekki allir jafnvel af guði gerðir og sumir þurfa á samfélagshjálp að halda, jafnvel frá fæðingu. Þá um leið er komið að einum aðalpunkti  frjálshyggjumanna til að réttlæta lága skatta fyrirtækja,það er að þegar gróðinn er orðin nægur þá geta auðmennirnir náðarsamlegast gefið fátæka og veika fólkinu molana sem detta af borðum þeirra. Það virðist vera svo að vinnandi fólk, láglaunafólk þurfi líka að þiggja síkar gjafir. A.m.k. ef það hefur ekki heilsu til að vinna meira en dagvinnuna. Eða hvaða þúsundir manna eru það sem leita til Fjölskylduhjálparinnar, þar sem forstöðumaðurinn auglýsti eftir ölmusugjöfum fyrir skjólstæðinga sína? Margir velja félagshyggjuna sem betur fer.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband