Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Týndi hópurinn.

Hlustaði á Ísland í dag í gærkvöld. Þar var Jóhanna félagsmálaráðherra í viðtali. Hún var spurð um forgangsverkefnin í ráðuneytinu hennar og upplýsti hún hlustendur um þau skilmerkilega. Öll þörf, mikilvæg og langsvelt en einn málaflokkinn skyldi hún eftir og þótti undirritaðri það miður. Það er málaflokurinn húsnæðismál fyrir láglaunafólk, þar sem er ein fyrirvinna með börn,karl eða kona eða einhleypingar. Það er eins og þessi hópur sé ekki til í landinu. Samt er vitað að verkafólk, umönnunarstéttir, skólaliðar, leikskólaliðar og fleiri fá laun um 150 þús kr.á mánuði eða minna.  Húsaleiga og kaup á húsnæði er ekki raunhæft val fyrir fólk í þessari stöðu.  Hvernig stendur á því að stjórnvöld og það á vinstri kantinum vekja aldrei máls á  þessu.  Láglaunafólkið sjálft talar adrei um þetta á opinberum vettvangi. Veit ekki afhverju. Kannski skortir það kjark til þess, krafta eða er feimið. Þetta fólk á ekki kost á að fá húsnæðislán vegna greiðslumatsins sem krafist er. Láglaunamálefnin eru bara ekkert rædd. Hálaunastefna, gróði, þotuliðið það er miklu skemmtilegra umræðuefni. Svo heyríst forstjóri Fjölskylduhjálparinnar, í kvöld, biðla til ríka fólksins um ölmusu handa þúsundum Íslendinga sem eiga ekki fyrir mat. Viljum við svona þjóðfélag. Þarna erum við farin að líkjast ameríska kerfinu ískyggilega. Þar sem félagslega kerfið er í molum og fátæka fólkið verður að treysta á ölmusur og góðsemi ríka fólksins.


Gleðifréttin.

Það sem stendur uppúr í fréttum kvöldsins að mati undirritaðrar var fréttin sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra stóð fyrir.Hún tilkynnti að búið væri að koma því í gegn og ákveða stórátak til þess eyða biðlistum Greiningarstöðvarinnar. Þetta framtak er vonandi bara eitt af mörgum og er vonandi tákn um nýjar áherslur og nýja tíma í þessu landi. Næsta skrefið hvað þetta verkefni varðar er að fjölga úrræðunum hjá ríki ,bæ og inn í skólunum, um stuðning fyrir þá sem kom til með að þurfa á þeim að halda. Ég leyfi mér að vera bjartsýn í þeim efnum.

Ölvunarakstur.

Vonandi tilkynntu starfsmenn leikskólans þetta atvik til barnaverndarstarfsmanna á staðnum.
mbl.is Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitað mál.

Niðurstöður rannsóknar Jórunnar Írisar í lokaverkefni hennar til B.S. gráðu, sýndu að vísar að innflytjendhverfi eru að myndast og koma það ekki á óvart.  Það sést berum augum að útlendingar, margir hverjir, búa í ódýrum hverfum.  Spurningin er hvort yfirvöld ætli að notfæra sér þessar staðfestu upplýsingar og gera eitthvað í málunum eða sigla sofandi að feigðarósi.  Eiríkur Bergmann fræðimaður, hefur skoðað þessi mál vel og bent á úrræði.  Nú er tilvalið að nýta sér þekkingu hans og byrja að framkvæma.
mbl.is Vísar að innflytjendahverfum að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægileg framhaldsmynd.

Stöð 2.sýndi,í gær og fyrrakvöld ömurlega bíómynd sem fjallaði um mansal.  Það þarf varla að taka það fram að ofbeldið sem framið var, var einkum gegn ungum stúlkum og börnum sem var rænt og svipt frelsi svo hægt væri að uppfylla kröfur markaðarins um kynlífsþræla. Aðferðirnar sem notaðaðar voru til að brjóta stúlkurnar niður voru sýnd vel og rækilega. Ofbeldið í myndinni var það ógeðslegasta sem ég hef séð, mjög raunverulegt.

Eftir á að hyggja hafði ég gott af því að vera minnt á að þennan hrylling.  Það er bara svo þægilegt að hlífa sjálfri sér og líta undan. Eitt er víst að hafi ég verið á móti svokölluðum súludansstöðum eða einhverju öðru sem hefur snertifleti við vændi er ég enn harðari andstæðingur núna. Er það ekki þriðji aðilinn sem hirðir af stúlkunum peninginn fyrir þessa vinnu? Er súludans ekki kynlífsþjónusta,vændi? Þeir sem kaupa vændi eru að viðhalda glæpamennskunni og þær sem vinna  nálægt þessum ,,bransa’’ velja það ekki nema vegna fátæktar. Hana þarf að uppræta. 

Talið er að 800 þúsund manns séu seld mansali árlega. Talan er örugglega miklu hærri.   


Óþægileg framhaldsmynd.

Stöð 2.sýndi,í gær og í kvöld ömurlega bíómynd sem fjallaði um mansal.  Það þarf varla að taka það fram að ofbeldið sem framið var, var einkum gegn ungum stúlkum og börnum sem var rænt og svipt frelsi svo hægt væri að uppfylla kröfur markaðarins um kynlífsþræla. Aðferðirnar sem notaðaðar voru til að brjóta stúlkurnar niður voru sýnd vel og rækilega. Myndin var ekki bönnuð og ekki merkt ,,gul eða rauð´´ í gærkvöldi þrátt fyrir að ofbeldið hafi verið með því ógeðslegasta sem ég hef séð, mjög raunverulegt og oft endurtekið.

Eftir á að hyggja hafði ég gott af því að vera minnt á að þennan hrylling.  Það er bara svo þægilegt að hlífa sjálfri sér og líta undan. Eitt er víst að hafi ég verið á móti svokölluðum súludansstöðum eða einhverju öðru sem hefur snertifleti við vændi er ég enn harðari andstæðingur núna.  Þeir sem kaupa vændi eru að styðja glæpinn og þær sem vinna  nálægt þessum ,,bransa’’ velja það ekki nema vegna fátæktar. Hana þarf að uppræta. 

Talið er að 800 þúsund manns eru seld mansali árlega.


Þau voru prúðbúin og virðuleg

við setningu Alþingis í gær. Mjög góð tilbreyting að nýtt fólk skuli vera þar á bæ. Maður tók út við að horfa á Davíð og Halldór þar, endalaust ár eftir ár.  Var gjörsamlega búin að fá nóg.  Ingibjörg og Geir sátu hlið við hlið bestu vinir, voru voðalega málefnaleg í ræðum sínum og ábyrgðarfull.   Guðni og Steingrímur J. voru að springa af andagift eins og vant er og eyddu mestu af tíma sínum við að skjóta eitruðum pílum að Ingibjörgu og Geir.  Ef um keppni hefði verið á milli þeirra um eitraðar pílur gæfi ég  Guðna vinninginn.  Sagði að Ingibjörg væri ráðrík og Geir meinlaus og var greinilega að reyna að skapa tortryggni milli þeirra. Guðni var annars alltaf svo góðlegur fannst mér, talaði um blóm í haga og kýr á beit. Maður sá alltaf fyrir sér sveitina og heyrði fuglasöng þegar hann talaði. Vona að hann sé ekki hættur að vera svoleiðis.En svo maður snúi sér að öðru.  Ég ætla sannarlega að njóta þess að fara kaffihúsin sem ég og margir sem ég þekki hafa sniðgengið vegna reykinganna þar.  Ætla að bjóða eiginmanninum á Grandakaffi um helgina, fá mér pönnukökur og kaffi og njóta útsýnisins yfir höfnina. Vona að það sé opið um helgina, hef ekki farið þangað lengi. Kormákur og Skjöldur halda að ,,selskapsreykingafólkið" hætti að koma á öldurhúsin.  Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur. Það fólk heldur áfram að mæta en þeir munu ekki nenna að standa úti og reykja.  þeir hætta bara.

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2

í dag var Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra í viðtali hjá Sólveigu Bergman fréttamanni.  Gott viðtal. Spurningarnar hnitmiðaðar og svörin málefnaleg.  Jóhanna virtist svo full af orku og framkvæmdagleði að maður bara hreifst með.  Svo spurði Sólveig hvort Jóhanna hefði ekki áhyggjur af skorti á fjármagni í allar félagslegu umbæturnar, og minnti á að það væru sjálfstæðismenn sem héldu um ríkisbudduna. Ekki var laust við að hrifnæmnin dalaði aðeins hjá undirritaðri við að vera minnt á þessa staðreynd en Jóhanna bar sig karlmannlega og sagðist hafa ramma til að styðjast við sem væri málefnasamningurinn.  Jóhanna verður harðari af sér í baráttunni um fjármagnið en forverar hennar í málaflokknum, því trúi ég að minnsta kosti, ennþá.

Þáttastjórnendur á

Bylgjunni eru með þema. þar sem hlustendum býðst að hringja inn með hrós eða löst dagsins. Ég tek mér hér með bessaleyfi til þess að nota þetta þema hér og nú.  Hrósið fær Geir forsætisráðherra fyrir að fara í stjórnarsamstarf með Samfylkingunni þvert á vilja þungaviktarmanna í Sjálfstæðisflokknum.  Get samt ekki setið á mér og sagt að það hefði verið enn flottara hjá honum hefði hann skipt um ráðherra í dómsmála-og fjármálaráðuneytinu.  Það hefði verið betra fyrir þjóðarhag held ég.  Ég er nær viss um að hann langaði til þess. Ráðherrar þessara ráðuneyta eru búnir að vera nógu lengi við stjórnina, allt of lengi, 8 ár er nóg.

Flott viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu í Blaðinu í dag og gaman að lesa viðtalið við Garðar Cortes. Áhyggjulaus og skemmtileg lesning.  

Ekki var eins gaman að lesa ljóðið eftir ,,Sjón" í Lesbók Morgunblaðsins í dag. Ljóðið heitir  ,,tilraun til endurlífgunar Dúu Khalil Aswad" um 17 ára stúlku sem var grýtt til bana í Írak í síðasta mánuði. Sök hennar var sú að hún varð ástfangin af jafnaldra sínum sem var af öðrum trúarflokki en hún.  Ættingjar hennar áttu frumkvæðið af athæfinu, sem var gerð í guðs nafni. Lögreglan horfði aðgerðarlaus á. Ljóðið er snilld, snertir mann.


Ekki spurning

 Það er snilld hvað þeim Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu tókst að koma á góðum  málefnasamningi á stuttum tíma. Báðir þurfa að ,, éta eitthvað ofaní sig" eins og einhver sagði.  Því er ekki að leyna að undir niðri leynist nú dálítill kvíði hjá undirritaðri engu að síður. Enn hafa sjálfstæðismenn töglin og haldirnar í fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðismaður af ,,nýja skólanum" er með heilbrigðisráðuneytið og er það uggvænlegt.  En sem sagt ef einhver getur dregið úr hægri stefnu stjórnvalda undanfarinna ára þá er það Samfylkingin svo mikið er víst. 

Er ekki svolítið skondið að Siv Friðleifsdóttir og Guðni Ágústsson skuli nú í sífellu tala um að með nýju stjórninni fari frjálshyggjan á flug? Allir vita og viðurkenna að svo mikil hægri stefna hefur viðgengist undanfarin ár að stór hluti þjóðarinnar situr eftir efnahagslega séð og það með þeirra stuðningi enda misstu framsóknarmenn nær helming þingmanna sinna. Samfylkingin verður tregari í taumi hvað varðar harðar hægri áherslur. Gefum þeim tækifæri, trúum því þar til annað sannast.


mbl.is „Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband