Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.6.2010 | 21:01
Hrós dagsins fær ríkisstjórnin.
Seiglan í þessari ríkisstjórn er mjög mikil. Þau hafa barist eins og ljón við erfiðustu aðstæður sem komið hafa upp hjá þjóðinni frá stofnun lýðveldisins. Þessu fólki eigum við að þakka. Til viðbótar hefur ríkisstjórnin þurft að berjast við stjórnarandstöðu sem hefur af pólítískri lítilmennsku reynt eftir megni að leggja stein í götu þessa uppbyggingarstarfs.
4.6.2010 | 22:49
Hvers vegna?
26.4.2010 | 23:00
Makalaust.
Alveg er makalaust að hlusta á hægri menn í stjórnarandstöðunni þegar þeir sífellt kenna ríkisstjórninni um stöðuna í atvinnumálum. Það mætti halda að ríkisstjórnin hafi staðið fyrir hruninu.
Allir vita að þetta er kolröng hugsun því það voru hægri menn sem stóðu fyrir mestu afglöpunum sem síðan leiddu til hrunsins.
Hverjir stóðu að því að einkavæða ríkisbankana og nánast gefa þá óhæfum mönnum?
Hverjir stóðu fyrir því að lög og reglur um fjármálafyrirtæki voru í skötulíki?
Hverjir lögðu grunninn að eyðileggingu sparisjóðanna með því fáránlega uppátæki að selja stofnfé á uppsprengdu verði?
Svona mætti lengi telja.
Það er auðvitað fáránlegt að hægri menn skuli yfirleitt voga sér að kenna umbótaöflunum sem nú fara með landsmálin, um ófarir þjóðarinnar.
13.3.2010 | 15:23
Skemmtiþáttur ársins.Þeir hljóta að fá verðlaun.
Þeir eru óborganlegir ,,skemmtikraftarnir" á INN núna. Þeir Guðlaugur Þór og Hallur í boði Ingva Hrafns. Hallur er búinn að fara mikinn yfir ómögulegheitum ríkisstjórnarinnar og þeir hinir líka aldeilis gapandi hissa á þessu öllu saman.
Ekki er auðmýktinni eða þakklætinu fyrir að fara hjá þeim félögum til stjórnvalda sem standa í vanþakklátasta verkefni Íslandssögunnar við að koma landinu aftur á réttan kjöl með þá Sigmund Davíð og Bjarna Ben gerandi allt sem þeir geta til að skemma eins og þeir mest geta.
Þeir félagarnir á INN virðast bara halda að þetta allt sé eitt alsherjar grín.
Sjá má að þeir kjósa sjálfstæðisflokinn aftur og aftur fram í rauðan dauðann alveg sama þó hann hafi keyrt allt hér á kaf og muni gera áfram með aðstoð hins hægri flokksins. Já og því miður sama má segja um fleiri kjósendur hér á landi ef marka má kannanir.
Þetta er makalaust enda erum við makalaus þjóð. Engri annari lík. Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona hræðilega sorglegt í leiðinni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 20:48
Ánægjuleg tíðindi frá Bretlandi.
Mjög ánægjuleg tíðindi bárust frá Bretlandi í dag í Icesavemálinu og virðast Bretar vilja taka á málinu og leysa það. Jafnframt er mjög ánægjulegt að heyra það að bæði formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknarflokksins ætla að leggja sitt af mörkum til að samningar geti tekist.
Þeir lýstu því báðir yfir í dag að þeir myndu taka fullan þátt í störfum samninganefndarinnar og er það aðalatriði málsins. Voru reyndar með smá pex eins og ungra kraftmikilla manna er háttur.
En meginatriðið er að Íslendingar standa saman í samningaviðræðum við Breta og Bretar virðast einnig hafa mikinn áhuga á að ljúka þessu máli.
Bretar vilja sýna sveigjanleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2010 | 19:59
Samninga um Icesave strax er þjóðarnauðsyn.
Góðar fréttir berast nú frá London en staðfest er að íslenska samninganefndin hafi átt óformlegar viðræður við Breta í dag um Icesave málið. Jafnframt fylgja fréttinni að Hollendingar fylgjast vel með gangi mála.
Við verðum öll að vona að samningar takist nú eftir helgina svo ekki þurfi að koma til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Alveg er ljóst að frekari dráttur á því a ljúka þessu máli mun stórskaða Íslendinga. Nú er svo komið að hvorki ríkissjóður né öflugustu fyrirtæki landsins hafa ekki aðgang að erlendu lánsfé til að endurfjármagna sig hvað þá heldur til að hefja nýjar fjárfestingar.
AGS og norðurlandaþjóðirnar sem ættu að veita okkur lán halda að sér höndum. Allt er orðið frosið. Ef þetta ástand heldur áfram og ekki takast samningar um Icesave mun atvinnuleysi stóraukast og er nú þegar orðið allt of mikið. Þá mun húsnæði landsmanna hrynja í verði og eru þegar komnar vísbendingar um það að lækkun íbúðarhúsnæðis er miklu meira en áður hefur verið talið. Þegar um raunverlulega sölu á íbúðarhúsnæði hefur verið að ræða en ekki makaskipti en þar skiptir verðið engu máli.
Það er því þjóðarnauðsyn að ná samningum um Icesavemálið strax. Því verður ekki trúað að sanngjarnir Íslendingar reyni að koma í veg fyrir þessa samninga af pólítískum ástæðum.
Leynifundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2010 | 10:05
Sigmundur Davíð súr.
Staðan í Icesave mjög tvísýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2010 | 19:56
Stutt í yfirlætið.
Það er stutt í yfirlætið og dónaskapinn þegar forsætisráðherrann er annars vegar. Skyldi það vera af því að hún er kona. Gæti líka verið af því að hún er vinstri sinnuð og hægri menn sem hafa sig mest í frammi við að sýna henni dónaskap og yfirlæti þola alls ekki að vinstri menn skuli stjórna landinu.
Ekki þýðir að segja að yfirlætið stjórnist af því að forsætisráðherrann stýri landinu verr en forverar hennar því þeir settu landið á hausinn. Hún er þvert á móti að stýra landinu betur því það er að rísa úr öskustónni þó hægf fari enda gerir stjórnarandstaðan allt sem í hennar valdi stendur til að hindra framfarir og því miður líka nokkrir stjórnarsinnar við nefnum engin nöfn.
Óvenjulegt tilvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2010 | 21:10
Meinlokan um vextina af Icesaveskuldinni.
Samkvæmt áætlun Seðlabankans frá því í haust má áætla að endurheimtur af eignum Landsbankans nemi um það bil 90% þannig að Icesaveskuldin í heild sem á að borga á árunum 2016 til 2024 verði í heild um 150 milljarðar.
Þessi fjárhæð er miklu lægri heldur en ætla má af skrifum andstæðinga þessarar ríkisstjórnar. Það er satt að segja með hreinum ólíkindum hvað menn gera mikið úr þessu máli. Til samanburðar má nefna að áætlað er halli ríkissjóðs næstu 2 árin geti orðið 300 milljarðar á næstu 2 árum sem er helmingi hærri upphæð en Icesave skuldin sem við ætlum að borga á næstu 15 árum.
Til viðbótar þessu segja Icesave spekingarnir ,,þetta er ekki nóg við þurfum líka að reikna vexti á alla skuldina" og svo fara menn að reikna og reikna og fá út allt að 200 til 300 milljarða í vexti til viðbótar.
Þetta er kolröng aðferðarfræði. Þetta er svipað og segja við mann sem tekur 20 milljóna kr húsnæðislán til 40 ára að hann skuldi ekki 20 milljónir nei heldur skuldi hann 100 milljónir vegna þess að vextirnir í 40 ár yrðu 80 milljónir. Bull bull myndi einhver segja en þetta er nákvæmlega sama bullið og bullið í þeim sem eru að reikna vexti á Icesave skuldina. Menn gleyma því að við erum að fá lán til langs tíma og gætum ávaxtað sambærilega fjárhæð á vöxtum annars staðar þannig að nettó yrði engin vaxtakostnaður í raun og veru.
Nýtt mat liggur ekki fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2010 | 20:46
Óþolinmóður spyrill.
Gaman hefði verð að hlusta á þetta viðtal við forsætisráðherrann ef Þóra spyrill hefði sýnt þá lágmarks kurteisi í viðtalinu að leyfa forsætisráðherranum að klára setningu án þess að grípa stöðugt fram í.
Sérstaklega var það bagalegt þegar Jóhanna ætlaði að skýra ókosti þess fyrir þjóðfélagið ef lögin um Icesave yrðu ekki staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Það er mín skoðun að aldrei fyrr í sögu Íslendinga hafi jafn mikil heimska riðið húsum eins og sú kolranga skoðun að Íslendingar eigi að fella lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Það er eins og öll skilningarvit séu lokuð og fólk aðeins móttækilegt fyrir áróðri öfgamanna sem eru með Icesave á heilanum.
Fyrir liggur alveg kristaltært að frá því að forsetinn hafnaði lögunum hafa framtíðarhorfur okkar versnað mikið. Skuldatryggingarálag hefur hækkað og hvorki ríkissjóður né fyrirtæki geta tekið erlend lán við þessar aðstæður.
AGS dregur lappirnar og Norðurlandaþjóðirnar hreyfa sig ekki. Allt stefnir í langvarandi frost með stöðnun og stórauknu atvinnuleysi. Fórnarkostnaðurinn yrði gríðarlegur eða réttara sagt kostnaðurinn af heimskunni væri gríðarlegur. Því ekkert bendir til þess að við gætum fengið betri samning þó þessi mál færu seint og um síðir fyrir dómstóla þvert á móti er miklu líklegra að við ættum kost á mun verri samningi.
Hvers vegna í ósköpunum er svona erfitt að skilja þessar einföldu staðreyndir.
Skynsamlegt að fá erlendan samningamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |