Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetinn að afla sér vinsælda

Efir fylgispekt við útrásarvíkingana og þann hörmulega endi sem það ævintýri fékk er Ólafurg Ragnar í mikilli þörf fyrir vinsældir. Hann virðist nota almenna óánægju fólks til að fiska í grugugu vatni.

Þessar yfirlýsingar hans eru auðvitað fáránlegar. Það er engin að kúga neinn. 

 Er hann að halda þv í fram að Geir Haarde, Íngibjörg Sólrún, Árni Matthiassen,Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur j Sigfússon  eða stjórnmálamenn sem eru fulltrúar 88%  þjóðarinnar hafi í 16 mánuði verið að semja við kúgara sína.

Komin er tími fyrir Ólaf Ragnar að meta hvert hann er að fara með þetta embætti sem honum var trúað fyeir.

  


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafna Icesave er glapræði.

Það ætti að vera auðvelt fyrir allt skynsamt fólk að samþykkja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar sem styðja þá skoðun. 

Að hafna Icesave lögunum er óábyrg stefna sem mun gera þessa kreppu miklu dýpri og alvarlegri en hún þarf að vera.

Rökin fyrir þessari afstöðu verða sífellt augljósari.  Allar líkur benda til þess að við þurfum að borga um 150 milljarða vegna Icesave á árunum 2014 til 2021.

Auðvitað er þetta há fjárhæð sem út af fyrir sig væri gott við að vera laus við. Aðalatriðið er að það er ekki í boði að losna við þessa skuld og væri gott ef menn myndu skilja það í eitt skipti fyrir öll. 

Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins fer vaxandi sem þýðir að íslenska ríkið getur í raun ekki tekið erlent lán i venjuegri lánastofnun erlendis.  Íslensk fyrirtæki sérstaklega þau stærri eru að lenda í meiri og meiri vandræðum með að endurfjármagna sín erlendu lán.

Að hafna Icesave ofan í þetta ástand er stórhættulegt. Það mun stöðva alla framþróun um ófyrirsjáanlega framtíð og valda miklu meira atvinnuleysi og meiri erfiðleikum en nokkurn getur órað fyrir.

Þessir 150 milljarðar sem gert er ráð fyrir að við þurfum að borga eru aðeins smá aurar miðað við tjónið sem yrði við að hafna Icesavelögunum.


Bjarni Ben á furðufundum.

Það voru kaldar kveðjur sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk í Reykjavíkurbréfinu í dag sem vafalaust eru skrifaðar af Davíð Oddssyni fyrrverandi formanni flokksins.

Þar hæðist Davíð af tilraunum stjórnar og stjórnarandstöðu til að ná sáttum í Icesavedeilunni. Þar birtir hann mynd af fundi stjórnar og stjórnarandstöðunni sem hann kallar furðufundi.  Framar í blaðinu var Agnes Bragadóttir að rembast við álíka húmor af sama tilefni. Davíð klikkir út með því að segja að skipan þverpólítískrar samningarnefndar sé óráð.

Hver stjórnar eiginlega Sjálfstæðisflokknum.  Í gær var t.d. birt yfirlýsing frá félagi Íslenskra stórkaupmanna en forystan í þeim félagsskap hefur löngum verið skipuð innvígðum sjálfstæðismönnum.  Þar fagna þessi hagsmunasamtök innflytjenda hugmyndum Bjarna og annarra forystumanna um þverpólítiska samninganefnd.

Hvenær ætlar Bjarni Benediktsson að stoppa Davíð Oddsson af. Ætlar hann að láta þennan heiftúðuga mann eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni þarf að sýna svo ekki verði um villst hver sé formaður í Sjálfstæðisflokknum. Annað er óráð.


Er skynsemin að taka yfir.

Mjög ánægjulegt er að stjórn og stjórnarandstaða eru loks að ná saman í Icesavemálinu. Samkvæmt þessari frétt er þegar komið á borðið það samningsmarkmið að reyna að fá vexti af láninu lækkaða.  Nú er undir viðsemjendum okkar komið hvort af samningaviðræðum verður eða ekki.

Þá er afar nauðsynlegt að Íslendingar standi saman þó að sú staða kæmi upp að Bretar og Hollendingar vilji ekki semja við okkur umfram það sem þeir hafa þegar gert.

Í þeirri stöðu er ekkert annað að gera fyrir Íslendinga en að staðfesta lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Annar kostur er einfaldlega ekki í boði.  Nú í vikunni höfum við fengið smjörþefinn af því sem mun gerast ef við samþykkjum ekki lögin.  AGS mun þá stöðva þá uppbyggingaráætlun atvinnulífsins sem nú er unnið eftir.  Þá er alveg ljóst að íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki munu hvergi fá fyrirgreiðslu í erlendum bönkum. Það mun valda því að stærstu og mikilvægustu fyrirtæki landsins munu ekki geta haldið áfram eðlilegri starfsemi.  Það mun leiða til mun meira atvinnuleysis en nú er með þeim hörmungum sem því fylgir fyrir heimilin í landinu. Meira að segja Norðmenn náfrændur okkar og vinir munu ekki standa með okkur vegna þess að þeir telja að við höfum ekki staðið við okkar skuldbindingar.

Auðvitað verðum við að hlusta á vini okkar meðal þjóðanna. Við getum ekki lengur þrjóskast við og öskrað nei nei nei eins og ofdekruð smábörn sem engin nennir að hlusta á til lengdar. 


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðurinn gegn Icesave.

Áróðurinn gegn Icesavesamningnum er ísmeygilegasti áróður sem átt hefur sér stað í íslenskri pólítík um langt árabil.

Þennan tiltölulega einfalda lánasamning er búið að teygja og toga og snúa á hvolf til þess að rugla fólk í rýminu.

Ekki er óalgengt, eins og sést m.a. á moggablogginu að menn segja hiklaust ,,við eigum ekki að vera að borga skuldir einkafyritækja" í hinu orðinu er sagt að við ætlum að standa við allar okkar skuldbindingar.

Það vekur og furðu í þessu sambandi að skoðanir fólks á þessum einfalda lánasamningi fer eftir flokkspólítískum línum.

Þannig sýna niðurstöður að aðeins fimmti hver sjálfstæðismaður styður lánasamninginn.

Hvernig má þetta vera. Icesavesamningurinn sem í upphafi var gerður af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir hönd þjóðarinnar er nú hafnað af 4/5 sjálfstæðismanna.  Einnig liggur fyrir að samningurinn hefur mjög lítið breyst frá upphafi. Eina sem breyst hefur er að samningurinn sem sjálfstæðismenn stóðu að var til 10 ára með 6,7% vöxtum en núverandi samningur er til 14 ára með 5,55 % vöxtum.  Nú erum við komin að kjarna málsins.

Búið er að gera þetta einfalda lánamál að flokkspólítísku áróðurstæki til að koma ríkisstjórn félagshyggjuaflanna frá völdum.

Komin er tími til að menn greini þarna á milli og menn átti sig á því um hvað Icesavesamningurinn snýst.

Vonandi verða menn búnir að sjá í gegnum málatilbúnað og bull Sjálfstæðisflokksins þegar þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin.


mbl.is 60% andvíg Icesave-lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskhyggja og væl Sjálfstæðisflokksins.

Átakanlegt er að hlusta á óskhyggju og væl Sjálfstæðisflokksins vegna Icesavemálsins og ekki má þar heldur gleyma yfirvælaranum Ólafi Ragnari Grímssyni sem studdur er dyggilega af sínum bestu vinum Davíð Oddssyni.

Grundvallarmisskilningur felst í því að skilja hver er málstaður Íslands til framtíðar.

Það er ekki málstaður Íslands að biðja Breta og Hollendinga um afslátt í þessum málum við eigum að standa við skuldbindingar okkar vafningalaust og samþykkja Icsave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Algjörlega fullreynt er að við komumst ekki lengra í þessum samningum.  Allar hugmyndir um annað er barnaleg óskhyggja. Þvert á móti eru miklar líkur fyrir því að allt brölt hefðu þau einu áhrif að samningsstaða okkar myndi versna og við ættum einungis kost á samningum sem við gætum ekki ráðið við.


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danirnir jákvæðir.

Aldeilis góðar fréttir. íslenska ríkisstjórnin er greinilega að vinna vinnuna sína. http://www.dr.dk/Nyheder/Udland/2010/01/08/212009.htm

Flott hjá Steingrími.

Það virðist sem Steingrími sé að takast að lágmarka skaðann sem fosetinn olli okkur Íslendingum, enda stendur ríkisstjórnin eins og klettur á bak við hann og vonandi allir vinstri menn á Íslandi. Vonandi er ekki of snemmt að óska landsmönnum til hamingju.
mbl.is Halda áfram með Íslandslánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdáunarverð rósemi Steingríms og Jóhönnu.

Aðdáunarvert er að fylgjast með rósemi Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur á þessari ögurstundu sem forseti Íslands kom okkur í með ákvörðun sinni í gær. 

Ekkert skítkast kemur úr þeirra herbúðum á stjórnarandstöðuna heldur horfa þau fumlaust fram á veginn og vinna að því að lágmarka skaðann sem til varð með þessari dæmalausu ákvörðun forsetans.  En hann lagði eld að stjórnarráðinu sem var við það að rísa aftur heilt úr brunarústunum sem 18 ára stjórnarseta íhaldsins skildi eftir sig.

Það er aftur á móti sorglegt að verða vitni að barnalegum árásum Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar á ráðherrana.  Endalausar árásir þeirra eru vægast sagt þreytandi og furðulegt að Bjarni Benediktsson skuli feta svona rækilega í fótspor Sigmundar í hans ósmekklegu baráttuaðferðum.


Sjálfstæðisflokkur í miklum vanda.

Holur hljómur var í fagnaðarópi formanns Sjálfstæðisflokksins við ákvörðun okkar sjálfhverfa forseta.

Hann er að átta sig á því að þessi staða er ekki góð fyrir Sjálfsæðisflokkinn.  Stjórnarflokkarnir hafa engu að tapa í baráttunni framundan en Sjálfstæðisflokkurinn hefur öllu að tapa.

Það er stór munur á því að gaspra í stjórnarandstöðu og hvetja fólk til andstöðu við ríkisstjórnina með ómerkilegum áróðursbrögðum gegn Icesave og því að standa frammi fyrir kjósendum flokksins atvinnurekendum og öðrum og hvetja þá til að fella lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu á sama tíma og fyrirætki landsmanna fá enga fyrirgreiðslu í bönkum erlendis frá.

Ekki þarf að eyða mörgum orðum að Framsóknarflokknum hans tími er liðinn.


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband