Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stíflan að bresta?

Þau ánægjulegu tíðindi bárust frá LÍÚ í gær að samtökin eru tilbúin í aðildarviðræður við ESB. 

Sem kunnugt er hafa útgerðarmenn fram til þessa verið helstu andstæðingar ESB á Íslandi. 

Auðvitað sjá þeir eins og allir frjálslyndir hugsandi menn að við eigum að fara í aðildarviðræður við ESB og hafna öfgafullri einangrunarstefnu sem kom fram í samþykkt á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að draga aðildaumsóknina til baka.

Samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins var ótrúlega heimskuleg. Ákvörðun LÍÚ vekur vonir um að skynsemin sé að taka yfir öfgastefnu einangrunarsinna í Sjálfstæðisflokknum.

 

 

 


Huglausir andstæðingar ESB.

Sérstaka athygli vekur ofsahræðsla ESB andstæðinga við að fara í aðldarviðræður við Evrópusambandið.

Þannig breytti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vilja formanns flokksins um þetta efni og krafðist þess að umsóknin yrði dregin til baka.  Sú breyting var auðvitð ekkert annað en vantraust á formanninn.

Sama má segja um Ásmund Einar Daðason þingmann VG.  Þessi ungi þingmaður keppist nú við að reyna að brjóta stjórnarsáttmálann með því krefjast þess í hugleysi sínu að umsóknin að aðildarviðræðum verði dregin til baka.

Ekki er þetta góð meðmæli með ungum þingmanni. hver treystir þessum manni í framtíðinni.

Meira að segja breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan, sem er yfirlýstur andstæðingur ESB telur það mikið óráð að draga aðildarumsóknina til baka.

Við hvað eru ESB andstæðingar svona ofsalega hræddir.  Það vita allir að þetta mál fer að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gæti skýringin verið sú að þegar aðildarviðræður hefjast muni almenningur komast að því að með aðild myndu Íslendingar öðlast lágt vöruverð stöðugan gjaldmiðil og lága vexti og losna við verðtrygginguna í leiðinni.


Evran fyrir útvalda.

Það vekur óskipta athygli að öll stærstu útgerðarfyrirtæki landsins er með ársreikninga sína í evrum en ekki í íslenskum krónum. Þetta er athyglisvert vegna þess að þarna er að finna hörðustu ESB andstæðinga landsins sem að öðru leyti mega ekki heyra minnst á evru og dásama krónuna hvar sem þeir koma því við.

Afhverju skyldu þessir hörðu ESB andstæðingar ekki vilja gera upp fyrirtæki sín í íslenskum krónum heldur í þessari hryllilegu mynt evruni sem þeir þola alls ekki.

Svarið er einfallt.  Þeir vilja gera upp í evrum vegna þess að það er stöðugur gjaldmilill sem hoppar og skoppar ekki milli ára eins og krónan gerir.  Þannig að stundum eru fyrirtækin í miklum hagnaði og stundum í miklu tapi og engin veit afhverju.

Þegar kemur að fólkinu sem vill eins og þeir hafa stöðugan gjaldmiðil sem getur tryggt lágt vöruverð og lága vexti þá er allt annað uppi á teningnum.  Þá er krónan dásömuð í bak og fyrir.  

Sem betur fer eru æ fleiri að gera sér grein fyrir þessari tvöfeldni og fólk er að farið að sjá í gegnum þennan blekkingarvef.

 


Ósanngjarnar ásakanir.

Ásakanir á hendur Samfylkingunni vegna sölu á HS-Orku eru heimskulega ósanngjarnar. 

Málið er einfallt.  Ef að lögin gera ekki greinarmun á því hvort félag sem er staðsett í Evrópu er móðurfélag eða dótturfélag er ekkert við þetta að athuga.

Hvergi hefur komið fram að Iðnaðarráðuneytið hafi brotið lög í þessu sambandi. Um hvað er þá verið að deila? Um fjallagrasahagfræði eða hvað? 

Stóri misskilningurinn í þessum orkumálum virðist liggja í því að menn gera ekki greinarmun á í fyrsta lagi, auðlindinni sjálfri, í öðru lagi framleiðslu og sölu, og í þriðja lagi dreifingunni.

Þetta eru þrír aðskildir þættir. Í lögunum er gert ráð fyrir að fyrsti þátturinn auðlindin sjálf og þriðji þátturinn dreifingin sé í höndum ríkisins.

Hins vegar er beinlínis gert ráð fyrir því að framleiðsla og sala sé í höndum samkeppnisaðila og eigi alls ekki að vera i höndum ríkisins. 

Ég fæ því ekki betur séð en umrædd sala á HS-Orku sé nákvæmlega í samræmi við orkulögin sem sett voru í valdatíð Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja Mósesdóttir í stjórnarandstöðu.

Þeir stjórnarflokkar sem hafa Lilju Mósesdóttur innanborðs þurfa enga stjórnarandstöðu.

Þetta er ekki sagt til þess að draga í efa það sem Lilja er að halda fram því það veit engin hvað rétt er í þessu máli fyrr en Hæstiréttur hefur komið með nýjan úrskurð.

Hins vegar er svona einleikur enstakra þingmanna ógurlega hvimleiður.

Auðvitað eiga stjórnarþingmenn að tala saman og finna sameiginlega niðurstöðu áður en haldnir eru blaðamannafundir til að skýra málin.

Eru erfiðleikarnir ekki nógu miklir þó að svona vinnubrögð bætist ekki ofan á.

Fyrst að Llja getur tjáð sig svona opinberlega gætu á sama hátt hinir 33 stjórnaþingmennirnir hver um sig haldið sinn blaðamannafund.

Er ekki kominn tími til að tengja var einhverntímann sungið. Það á vel við núna. 


Sjálfstæðisflokkurinn að klofna í þrjá hluta.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ritstjórinn hefur gefið Agnesi Bragadóttur veiðileyfi til að klekkja á formanni Sjálfstæðisflokksins. 

I grein Agnesar kemur fram að grasrótin hafi bjargað flokknum á landsfundninum frá því að samþykkja moðsuðu formannsins.

Hér er greinilega komin fram klofningur á milli forystu flokksins annars vegar og hægri öfgamanna undir forystu Morgunblaðsins hins vegar.

Þrátt fyrir þessi alvarlegu tíðindi sem þetta vissulega er þá er ekki nema hálf sagan sögð.  Því hinum megin við moðsuðuna er stór hópur sjálfstæðismanna sem hvorki er hræddur við öfgamennina til hægri né moðsuðuna á miðjunni heldur segir kinnroðalaust opinberlega að hann vilji fara í aðildarviðræður við ESB.

Ég fæ því ekki betur séð en að Sjálfstæðisflokkurinn sé þríklofinn og þessar þrjár fylkingar virðast ekkert gera til að ná sáttum.  Þvert á móti eru sárin stækkuð eins og grein Agnesar í Morgunblaðinu í dag ber með sér. 

Þó undirrituð styðji ekki Sjálfstæðisflokkinn þá er þetta auðvitað ömurleg staða að stærsti flokkur þjóðarinnar skuli ekki ná saman um framtíðarmál fyrir Ísland eins og aðild að ESB vissulega er

Ekki veit ég hvað verður til bjargar þessum flokki.  Kannski verður Jón Gnarr að bjarga Sjálfstæðisflokknum á landsvísu eins og hann bjargaði Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn.

 


Aðeins 60% á móti því að ganga í Evrópusambandið.

Niðurstaða skoðunarkönnunar um aðild að ESB var mjög ánægjuleg.  Aðeins 60% þjóðarinnar er á þessum tímapunkti á móti aðild en 40% eru ýmist fylgjandi eða hafa ekki tekið afstöðu.  Meira að segja 25% af sjálfstæðismönnum styðja aðild að ESB.

Þessi stuðningur við ESB þó í minnihluta sé er í raun gífurlega mikill miðað við allan þann gengdarlausa áróður sem verið hefur hér undanfarið.  T.d. hefur Morgunblaðið verið með stöðugan áróður á móti ESB á hverjum einasta degi í marga mánuði.

Ljóst er að þessi heilaþvottur andstæðinga ESB hefur mistekist með öllu þannig að við sjáum nú fram á bjartari tíð.

Þetta segi ég vegna þess að við erum ekki byrjuð að ræða við ESB en þegar viðræður hefjast fyrir alvöru mun stuðningur við ESB stóraukast ef við náum hagstæðum samningi um okkar mikilvægustu mál. 


Ósanngjörn gagnrýni á Gylfa.

Það hefur vakið furðu mína að einhverjum skyldi virkilega detta í hug að gagnrýna Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra fyrir störf hans.  

Ég legg til að fólk hugsi sig aðeins um áður en það lætur slíkt frá sér fara.  Staðreyndin er nefnilega sú að Gylfi er yfirburðarmaður sem viðskiptaráðherra og þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við hann.

Hann verður yfirmaður bankamála þegar allt er hrunið og allir eru sammála um að er miklu alvarlegra heldur en í fyrstu var talið.  Hann hefur lagt nótt við dag við að rífa þetta kerfi á lappirnar aftur með miklum dugnaði og ósérhlífni. Hann er hugrakkur, segir hlutina eins og þeir eru og hann er ekki í vinsældarkosningum.

Það er því eins ósanngjarnt og nokkuð getur verið að gagnrýna þennan mann..


Tvístígandi Bjarni Ben.

Átakanlegt var að fylgjast með ræðu formannssins á landsfundinum í gær. Þessi prúði maður úr Garðabænum, góður í fótbolta notaði allar sinar gáfur og ræðumennsku til að reyna með flóknu orðalagi að brúa bilið milli ólíkra arma í Sjálfstæðsflokknum.  Kjarni ræðurnnar gekk út á það að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti ESB en væri samt með að því leyti að það væri rétt að sjá til hvað kæmi út úr samningunum.

Þarna var þessi góði maður að reyna að hafa alla góða í flokknum.  Auðvitað sjá allir að þessi aðferð hins unga formanns er dæmd til að mistakast. Eins og allir frjálslyndir og hugrakkir ungir menn á Íslandi vill hann auðvitað fara í viðræður við ESB og sjá til hvað kemur út úr þeim.

Í stað þess þarf hann að taka tillit til öfgafullra sjónarmiða svartasta íhaldsins á Íslandi sem Davíð Oddsson er fulltrúi fyrir.

Niðurstaðan verður því hálfvelgja og aðeins 62% fundargesta greiddu honum atkvæði til formanns.

Auðvitað verður Bjarni Benediktsson að segja sína skoðun umbúðalaust án þess að vera sífellt að slá úr og í. Hann verður að læra að standa og falla með sínum skoðunum. Annað er ekki í boði.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spor í rétta átt.

Vil taka undir með Össuri. Í dag var tekið heillaspor fyrir framtíðarþróun þjóðfélagsins. Við höfum um árabil tengst ESB í gegnum ESS samninginn og allt hefur það verið til heilla fyrir þjóðina og engan þekki ég sem telur að það hafi verið röng ákvörðun.  Sama verður sagt um ESB þegar fram líða stundir.  Auðvitað eigum við samleið með Evrópuþjóðunum og engum öðrum enda hafa þau verið vinaþjóðir okkar um aldir. 

Við  göngum að sjálfsögðu ekki að hverju sem er en nauðsynlegt er að fara í aðildarviðræður til að kanna hvar við stöndum.  Við hvað eru menn eiginlega hræddir?  Spunameistarar afturhaldins á Íslandi eru að reyna að gera ESB að einhverju ógurlegu skrímsli sem muni innlima okkur og gleypa í heilu lagi. Ekki er til meira bull en þetta. Hverjar eru svo þessar ógurlegu þjóðir?  Þar eru m.a. frændur okkar og vinir Danir Svíar og Finnar.  Ætla þeir að fara að innlima okkur? endemis bull er þettal.

Komin er tími til að þjóðin hrissti af sér þessar öfgafullu skoðanir afturhaldsins og gangi til samningaviðræðna við vini okkar og bandamenn. Með okkar hagsmuni að leiðarljósi.

 


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband