Aðeins 60% á móti því að ganga í Evrópusambandið.

Niðurstaða skoðunarkönnunar um aðild að ESB var mjög ánægjuleg.  Aðeins 60% þjóðarinnar er á þessum tímapunkti á móti aðild en 40% eru ýmist fylgjandi eða hafa ekki tekið afstöðu.  Meira að segja 25% af sjálfstæðismönnum styðja aðild að ESB.

Þessi stuðningur við ESB þó í minnihluta sé er í raun gífurlega mikill miðað við allan þann gengdarlausa áróður sem verið hefur hér undanfarið.  T.d. hefur Morgunblaðið verið með stöðugan áróður á móti ESB á hverjum einasta degi í marga mánuði.

Ljóst er að þessi heilaþvottur andstæðinga ESB hefur mistekist með öllu þannig að við sjáum nú fram á bjartari tíð.

Þetta segi ég vegna þess að við erum ekki byrjuð að ræða við ESB en þegar viðræður hefjast fyrir alvöru mun stuðningur við ESB stóraukast ef við náum hagstæðum samningi um okkar mikilvægustu mál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Það er málið, mikill hausverkur myndi skapast fengist góður samningur.

Margir vilja losna undan honum,einfaldast að segja nei.

Aðalsteinn Agnarsson, 1.7.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Örugglega margir sem nú segjast vera á móti aðild, eru meðmæltir aðildarviðræðum, sem er bara allt annað mál 

Var að blogga um þetta;

Þegar vitlaust er spurt – verða svörin út í hött. Þó ég hafi í mörg ár verið fylgjandi aðild að ESB, eru auðvitað fjölda margir sem alls ekki hafa myndað sér skoðun á málinu, sem er hið eðlilegasta mál.

Ég skora hér með á einhvern þar til bærann aðila að láta fara fram skoðanakönnum þess efnis hvort kjósendur hér á landi eru fylgjandi aðildarviðræðum við ESB eða ekki.

Það er mín sannfæring að í raun sé minni hluti þjóðarinnar með fast mótaða skoðun með eða á móti aðild, á þessu stigi málsins. Fáum skoðanakönnun um stöðu dagsins  í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.7.2010 kl. 01:32

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er forvitinn að eðlisfari og vil gjarnan sjá hvað þaarna er í boði sem gagnast gæti börnum og barnabörnum. Hins vegar virðast margir miðaldra bloggarar bókstaflega gengnir af göflunum í ofsahræðslu (panic attack) vegna slíkrar forvitni.

Finnur Bárðarson, 4.7.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband