Sjálfstæðisflokkurinn að klofna í þrjá hluta.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ritstjórinn hefur gefið Agnesi Bragadóttur veiðileyfi til að klekkja á formanni Sjálfstæðisflokksins. 

I grein Agnesar kemur fram að grasrótin hafi bjargað flokknum á landsfundninum frá því að samþykkja moðsuðu formannsins.

Hér er greinilega komin fram klofningur á milli forystu flokksins annars vegar og hægri öfgamanna undir forystu Morgunblaðsins hins vegar.

Þrátt fyrir þessi alvarlegu tíðindi sem þetta vissulega er þá er ekki nema hálf sagan sögð.  Því hinum megin við moðsuðuna er stór hópur sjálfstæðismanna sem hvorki er hræddur við öfgamennina til hægri né moðsuðuna á miðjunni heldur segir kinnroðalaust opinberlega að hann vilji fara í aðildarviðræður við ESB.

Ég fæ því ekki betur séð en að Sjálfstæðisflokkurinn sé þríklofinn og þessar þrjár fylkingar virðast ekkert gera til að ná sáttum.  Þvert á móti eru sárin stækkuð eins og grein Agnesar í Morgunblaðinu í dag ber með sér. 

Þó undirrituð styðji ekki Sjálfstæðisflokkinn þá er þetta auðvitað ömurleg staða að stærsti flokkur þjóðarinnar skuli ekki ná saman um framtíðarmál fyrir Ísland eins og aðild að ESB vissulega er

Ekki veit ég hvað verður til bjargar þessum flokki.  Kannski verður Jón Gnarr að bjarga Sjálfstæðisflokknum á landsvísu eins og hann bjargaði Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkur þjóðarinnar. Hann hefur nú 16 þingmenn. Samfylkingin hefur 20 þingmenn og er stærsti flokkur þjóðarinnar.

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 16:21

2 Smámynd: Benedikta E

Hefur fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins farið fram hjá þér góða frú ?

Hann hefur aukið fylgi sitt um 11 % frá síðustu kosningum samkvæmt tveim skoðanakönnunum  frá Miðlun og Gallup sem birtar voru í síðustu viku - eftir Landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Það vantaði ekki mörg % ca. 3% í að 100 % samþykkt væri fyrir landsfundarsamþykktinni.

Þannig að áhyggjur þínar varðandi klofning í flokknum eru alls óþarfar ágæta frú .

Það er öllum frjálst að segja sig úr flokknum sem það vilja.

Benedikta E, 4.7.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mér er ljúft og skylt að samþykkja það sem þú skrifar. Niðurstaða kosninganna var auðvitað svona eins og þú segir.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.7.2010 kl. 18:05

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Benedikta.  Ég verð nú að segja það ágæta frú að það er tvennt ólíkt skoðanakannanir og raunveruleikinn.  Samt getur það vel verið rétt hjá þér að sjálfstæðisflokkurinn hafi eitthvað aukið fylgi sitt frá síðustu kosningum enda stóð flokkurinn þá frammi fyrir miklu fylgishruni. 

Þá verð ég einnig að segja ágæta frú að ekki er hægt að breiða yfir klofning úr flokknum með því að loka a.m.k. öðru auganu eins og þú virðist gera.

Þá fannst mér lokin hjá þér minna svolítið á öfga mennina í flokknum þínum en þetta er nákvæmlega það sem þeir segja: Ef þið eruð ekki sammála okkur þá getið þið farið.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.7.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Benedikta E

Það er engin skoðana-kúgun - valdníðsla og kattasmölun í Sjálfstæðisflokknum - þar er enginn kúgaður til að vera finni hann sig ekki heima og vilji þá eðlilega fara - þangað sem hann finnur sig heima með sínar skoðanir.

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur lýðræðissinna.

Benedikta E, 4.7.2010 kl. 19:47

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur lýðræðissinna." Grrrrrrrrrrrrrr !

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur vina sinna og hefur verið svo síðan Davíð Oddsson tók að ráða öllu, rétt eins og hann gerir í dag.

Björn Birgisson, 4.7.2010 kl. 21:06

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Um það þarf ekki að deila að Samfylkingin er stærsti flokkurinn. Ég er þar flokksbundin og hef ekki fundið þar neins "skoðanakúgun" nema síður sé.

Þar hefur heldur ekki þurft að gera einhverja "moðsuðu" til að ná niðurstöðu um ályktanir á Landsfundun.

Ég var í eina tíð flokksbundin í Sjálfstæðisflokknum og sat Landsfund þegar Gunnar Thoroddsen leiddi ríkisstjórn með hluta flokksins ásamt örum flokkum.

Klofningurinn leyndi sér ekki á þeim fundi enda hefur hann verið undirliggjandi í flokknum. a.m.k. síðastliðin 40 ár. Þegar Davíð tók við flokknum, var líkt og lok hefði verið skrúfað á sjóðheitann pott. Þetta lok er nú að losna af og "lýðræðið" flæðir út og rennur í margar áttir.

Ég hef takmarkaða samúð (þið fyrirgefið) með flokksmönnum. Þvert á móti hlýtur það að vera léttir að komast undan lokinu (okinu) sem hefur einokað skoðanir fólks í pottinum heita.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2010 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband