Lilja Mósesdóttir í stjórnarandstöðu.

Þeir stjórnarflokkar sem hafa Lilju Mósesdóttur innanborðs þurfa enga stjórnarandstöðu.

Þetta er ekki sagt til þess að draga í efa það sem Lilja er að halda fram því það veit engin hvað rétt er í þessu máli fyrr en Hæstiréttur hefur komið með nýjan úrskurð.

Hins vegar er svona einleikur enstakra þingmanna ógurlega hvimleiður.

Auðvitað eiga stjórnarþingmenn að tala saman og finna sameiginlega niðurstöðu áður en haldnir eru blaðamannafundir til að skýra málin.

Eru erfiðleikarnir ekki nógu miklir þó að svona vinnubrögð bætist ekki ofan á.

Fyrst að Llja getur tjáð sig svona opinberlega gætu á sama hátt hinir 33 stjórnaþingmennirnir hver um sig haldið sinn blaðamannafund.

Er ekki kominn tími til að tengja var einhverntímann sungið. Það á vel við núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Lilja hefur tekið sér stöðu sem "free thinker". Það er gott fyrir hana og samvisku hennar. Það sorglega er samt að hún og Ögmundur ná ekki heldur saman en bæði leika þau stórt hlutverk fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem virðist geta notað þau sitt á hvað til að gera ríkisstjórnina veikari útávið.

VG undir stjórn Steingríms virðist hafa liðast sundur.

Gísli Ingvarsson, 6.7.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi einleiksárátta virðist vera lenska hjá VG. Ögmundur frændi minn Jónasson er haldinn þessari áráttu, Ásmundur Daði er smitaður og svo er með fleiri. Það virðast ekki vera miklir samstarfshæfileikar sem þetta fólk hefur. Samstaða og gott samstarf á stjórnarheimilinu er afar brýn í stórum málum. Og það er bara þannig að stjórnin er þessa mánuðina að fjalla um hvert stórmálið á fætur öðru.

Í góðri hjómsveit verða allir að spila sama lagið. Einleikarar eru svo valdir sérstaklega til spila með í laginu og auka á gæði fluttningsins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2010 kl. 00:22

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Lilja Mósesdóttir hefur tekið sér stöðu með fólkinu í landinu.  Það er meira en sagt verður um kratana sem á Alþingi sitja, þeir láta sem minnst fyrir sér fara því að þeir væntanlega gera sér grein fyrir því að þeir eru í mjög svo alvarlegri stöðu gagnvart eigin kjósendum, nema kannski þeim fáu sem eftir eru sem myndu vilja kjósa þá eða flokk þeirra. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.7.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband