12.7.2010 | 10:22
Evran fyrir útvalda.
Það vekur óskipta athygli að öll stærstu útgerðarfyrirtæki landsins er með ársreikninga sína í evrum en ekki í íslenskum krónum. Þetta er athyglisvert vegna þess að þarna er að finna hörðustu ESB andstæðinga landsins sem að öðru leyti mega ekki heyra minnst á evru og dásama krónuna hvar sem þeir koma því við.
Afhverju skyldu þessir hörðu ESB andstæðingar ekki vilja gera upp fyrirtæki sín í íslenskum krónum heldur í þessari hryllilegu mynt evruni sem þeir þola alls ekki.
Svarið er einfallt. Þeir vilja gera upp í evrum vegna þess að það er stöðugur gjaldmilill sem hoppar og skoppar ekki milli ára eins og krónan gerir. Þannig að stundum eru fyrirtækin í miklum hagnaði og stundum í miklu tapi og engin veit afhverju.
Þegar kemur að fólkinu sem vill eins og þeir hafa stöðugan gjaldmiðil sem getur tryggt lágt vöruverð og lága vexti þá er allt annað uppi á teningnum. Þá er krónan dásömuð í bak og fyrir.
Sem betur fer eru æ fleiri að gera sér grein fyrir þessari tvöfeldni og fólk er að farið að sjá í gegnum þennan blekkingarvef.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er komið upp þrátefli um hag heimila sem útflytjendur fisks eiga alltaf síðasta leikinn og munu að sjálfsögðu verja hag sinn sem felst í því að krónan sé lágt skráð og að þeir hafi samninga við ESB um frjálsa fjármagnsflutninga. Þessir sömu aðilar sem halda okkur í skuldafjötrunum vilja ekki að við Íslendingar almennir borgarar þessa lands fáum aðgang að þessum gjaldeyri og enn síður að vi getum fengið laun okkar og skuldir í Evrum svo eini marktæki gjaldeyririnn sé tiltekinn og sá sem um ræðir þegar menn tala um nýjan gjaldmiðil handa þjóðinni (ekki bara útgerðarmönnum því þeir hafa þegar tekið upp þennan gjaldmiðil í raun). - Spurningin verður sú að ef íslendingar sjá ekki fyrir sér að komast í ESB og taka upp Evrur þá verða þeir að nýta frumburðarrétt sinn og þjónýta útgerðarfyrirtækin eða setja þvílíkar hömlur á sömu fyrirtæki í skjóli neyðarlaga að Hugo Chavez myndi minnast okkar í morgun og kvöldbænum sínum?
Þá kemur ekkert annað til greina en að segja sig frá EES samningunum enda þjóna þeir bara útflutningsaðilum svokölluðum á kostnað okkar eigenda auðæfanna. EES samningurinn er að verða þvílík blindgata fyrir almannaheill að fáir góðir kostir eru í stöðunni nema full aðild að ESB eða úrsögn úr EES.
Gísli Ingvarsson, 12.7.2010 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.