Sem betur fer fyrir þjóðina.

Ánægjulegt er aðverða vitni að frábærum árangri ríkisstjórnarinn núna í lok ársins.  

Verðbólgan er komin niður fyrir langþráð 2,5% markmiðið. Búið að gera róttækar ráðstafanir til að aðstoða skuldug heimili og fyrirtæki. Þá hafa náðst góð drög að samningi um Icesave og ætti að vera auðvelt að ganga frá því máli strax á næsta ári.

Samfara þessum mikla árangri er núna að koma í ljós að efnahagsmálin eru að taka við sér og hagvöxtur á næsta leiti.

Fjárlög ársins 2010 hafa staðist og meira en það sem bera vott um að allar hrakspár um of mikla skatta hafa reynst út í hött og í ljós kemur að skattahækkanir og niðurskurður voru í nákvæmlega réttu jafnvægi til að koma þjóðarskútunni á flot.

Eftir sitja pirraðir stjórnarandstæðingar sem eru farnir að sjá að mjög langur tími líður áður en þeir komast aftur til valda á Íslandi. Sem betur fer fyrir þjóðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Og trúir þú þessu? Ég vona að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Gleðileg Jól.

Eyjólfur G Svavarsson, 24.12.2010 kl. 01:21

2 identicon

Mikil er trú þín kona.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 01:24

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sælir

Þið talið báðir um trú . þið eruð greinilega búnir að lesa mikið um bölmóðinn hér á moggablogginu og hafið jafnvel lesið áróðurinn í forystugreinum mbl sem eiga engan sér líkan. Þetta er ekki trú hjá mér heldur vissa. Við munum komast á rétan kjöl við islendingar þrátt fyrir bölmóðinn í stjórnarandstöðunni og fylgismanna hennar.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 24.12.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband