3.10.2012 | 11:27
Umræðurnar í heita pottinum.
Barnabætur er enn skammarlegar lágar.
Ellilífeyrir alltof naumt skammtaður. Skerðing vegna lífeyrissjóðs er of mikil.
Mikil reiði er í lífeyrisþegum. Þeim finnst ríkisstjórnin hafa brugðist sér.
Þeir sem ekki eiga húsnæði og þurfa að leigja sér húsnæði leggja allt of hátt hlutfall tekna sinna í húsnæðiskostnað.
Ellilífeyrisþegar geta ekki leyft sér neitt. Börn þeirra hafa flutt frá þeim til útlanda.
Eina svarið frá þeirra hendi er að kjósa ekki Samfylkinguna og ekki VG. Reiðin beinist að þeim en ekki að fyrri stjórnvöldum. Kannski ná þeir frekar eyrum núverandi stjórnvalda hinir eru ekki eins sýnilegir.
Stjórnvöld gengu ekki nógu langt í að bæta kjör þeirra lægst settu í þjóðfélaginu sem vissulega höfðu það skítt fyrir hrun líka.
Reiðin er í alvörunni. Tala nú ekki um hjá þeim sem töpuðu sparifé sínu í hruninu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.