9.11.2012 | 11:36
Gamma ehf. og hugsjónamennskan.
Heyrði í fréttum um daginn að Gamma ehf. fjárfestingafélag, væri búið að sölsa undir sig fullt af íbúðum á góðu verði og á góðum stað. Þeir leigja íbúðirnar núna á okurverði en ætla svo að selja þær seinna þegar íbúðarverð hækkar.
Fullvíst er að þeirra mati að íbúðarverð fari hækkandi. Hvernig svo sem það er reiknað út. Launin eru ekki að hækka, nema hjá sumum og naðsynjvörur hækka og hækka.
Gamma ehf. treystir á að unga fólkið, sem er að hefja búskap og eru að byrja að eignast börn, muni stökkva til og kaupa íbúðir af þeim á uppsprengdu verði. Falleg hugsjón og óeigingjörn er það ekki?
Íbúðir, þak yfir höfuð barna og fullorðinna eiga ekki að vera undirstaða gróðrabrasks.
Í ESB löndunum er þessu allt öðruvísi farið. Þar á unga fólkið kost á húsnæði við hæfi og geta sniðið sér stakk eftir vexti. Þar þarf ekki að setja sig í skuldafangelsi til lífstíðar eða-og setja foreldra sína á hausinn í næstu kreppu vegna þess að íbúðarhúsnæði þeirra var veðsett fyrir börnin.
Hvers vegna gera stjórnvöld ekkert í húsnæðismálum og setja af stað kerfi sem passar fyrir íslenskar aðstæður..
Það þarf leiguhúsnæði eða íbúðir til kaups á verði sem er raunhæft fyrir Íslendinga. Hvað segja Guðbjartur Hannesson, Katrín Júlíusdóttir eða Bjarni Benediktsson um þetta mál?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.