Er Morgunblaðið blað allra landsmanna?

Ég kaupi Morgunblaðið þó ég sé ekki sjálfstæðiskona. Ég eins og mjög margir landsmenn hef litið þannig á að Morgunblaðið sé blað allra landsmanna. Vandað fréttablað með sjálfstæðar skoðanir sem hafa oft fallið að skoðunum venjulegra Íslendinga.  Það hefur verið styrkur blaðsins eins og fjöldi áskrifenda ber með sér.  Auðvitað vita allir að Morgunblaðið styður viðhorf sjálfstæðismanna en sá stuðningur hefur samt sem áður ekki  verið bundinn við þrönga flokkshagsmuni.

Upp á síðkastið hefur mér samt fundist að Morgunblaðið væri að færast aftur í gamla kaldastríðs farið.  Þar vil ég sérstaklega nefna Staksteina sem ku vera á ábyrgð ritstjórnar blaðsins. Í Staksteinum í morgun var t.d. ráðist með mjög óvönduðum hætti að Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra fyrir það að hafa skipað karlmann í stöðu orkumálastjóra. Ekki var gerð tilraun til að meta umsækjendur málefnalega heldur reynt að notfæra sér þetta mál á lágkúrulegan hátt svo ekki sé meira sagt.  Þetta minnti helst á umræðurnar í heitu pottunum í sundlaugunum þar sem ýmislegt er látið fjúka.

Þarna var á blygðunarlausan hátt verið að ráðast á Samfylkinguna vegna þess að hún hefur stutt jafnrétti kynjanna.  Ef Morgunblaðið heldur áfram svona ómálefnalegri umfjöllun og einstrengingslegum áróðri gegn öðrum en Sálfstæðisflokknum þá einfaldlega hættir Morgunblaðið að vera blað allra landsmanna með þeim afleiðingum sem því fylgir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

innlitskvitt og knús.

Linda, 4.1.2008 kl. 05:39

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Morgunblaðið er öflugri sjórnarandstæðingur en stjórnarandstæðan á þingi

Marta B Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..átti auðvitað að vera .....en stjórnarandstaðan á þingi

Marta B Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fyrir mér hefur þessi skeinipappír allltaf verið málfrat íhaldsins..

Brynjar Jóhannsson, 10.1.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband